Varúðarráðstafanir
vegna COVID-19

Í ljósi þeirra erfiðu aðstæðna sem ríkja í þjóðfélaginu vegna Covid-19 viljum við hjá Svar.) gera allt sem í okkar valdi stendur til að fylgja tilmælum yfirvalda og minnka hættuna á smitum. Þjónustuvilji okkar helst óbreyttur og með áherslubreytingum og ykkar aðstoð náum við að halda uppi áframhaldandi viðskiptum og þjónustu.

Fyrst og fremst viljum við biðja alla gesti og viðskiptavini að spyrja sig hvort möguleiki sé að leysa málið í fjarvinnslu. Einnig viljum við bjóða fram aðstoð okkar til allra þeirra sem þurfa möguleika á fjarvinnslu fyrir sína eigin starfsemi.

Ef þig vantar þjónustu þá er einfalt að hafa samband við okkur með því að senda okkur tölvupóst á hjalp@svar.is eða í síma 5106000. Þar metum við hvort málið sé hægt að leysa án aukningar á smithættu.

Ef þig vantar vörur þá getum við annað hvort komið vörunni til ykkar með póstsendingu eða bjóða ykkur að koma fyrir utan hjá okkur og hringja í síma 5106000 og við komum vörunni út til ykkar.

Athugið að einnig hafa allir sölu- eða þjónustufundir verðir færðir í fjarfundaform þar til annað liggur fyrir.

Þökkum samvinnuna og skilninginn,

Starfsfólk Svar.)