Koll­vörpun í nýrri tækni

February 4, 2022
https://svar.is/wp-content/uploads/2021/03/Runar-Svar-1024x683-1.jpg

Tæknibreytingar gerast hratt þessi árin og stundum eiga þeir sem vinna við þær fullt í fangi með að fylgjast með. Orðið „kollvarpa“ er ansi skemmtilegt þegar það er sett í samhengi við tæknibreytingar þar sem tæknin hreinlega kollvarpar því sem við þekkjum og vinnum með.

Kollvörpun – Bílar

Dæmi um slíka kollvörpun er til dæmis að árið 1903 voru hestar allsráðandi á götum New York borgar eða um 95% farartækja. Um 10 árum síðar voru bílar orðnir 95% farartækja á götunum og hestar 5%.
Þetta er gott dæmi um „kollvörpun“, eða breytinguna sem verður þegar þróun og tækni taka völdin og kollvarpa öllu. Þeir sem smíðuðu hestakerrur urðu undir og þeir sem smíðuðu bíla ofan á og það var ekki aftur snúið.

Kollvörpun – Farsímar

Annað dæmi er koma iPhone í júní 2007, en með komu hans varð sú kollvörpun á farsímamarkaðnum að farsíminn, tengdur internetinu, varð mun einfaldari í notkun. Þetta breytti allri notkun farsímans þar sem áður fyrr var nánast eingöngu hægt að tala í hann. Hver man ekki eftir Nokia símunum sem voru með drjúga markaðhlutdeild og taldir nær ósigrandi á markaðnum? Árið 2011 hafði iPhone náð fyrsta sætinu af Nokia og síðarnefnda vörumerkið nánast horfið af markaðnum. Ný tækni kollvarpaði því sem áður var.

Kollvörpun okkar tíma

Dæmi um kollvörpun sem er nær okkur í tíma eru rafrænir reikningar, skýjalausnir og meðhöndlun á bókhaldi. Það er almennt og eins vinnan sem því fylgir. Innsláttur gagna mun brátt heyra sögunni til og það einfaldar og auðveldar fyrirtækjum allan rekstur og uppgjör. Í dag eru rafrænir reikningar rúmlega 50% allra reikninga á milli fyrirtækja og koma bara til með aukast. Allt í einu eru margir farnir að nota rafræna reikninga og þeir sem framleiddu umslög, pappír, gatara, heftara, möppur og geymslur undir gögn verða undir og það sama má segja um prentara, póstburðarfólk og bókara. Rafrænir reikningar auðvelda alla fjarvinnu því enginn er pappírinn og hægt að vinna þar sem nettenging er og starfsmenn kjósa að vera.

Þeir sem eru í nútíma skeytamiðlun verða ofan á og það er enginn vegur til baka. Rafrænir reikningar eru framtíðin og munu PDF skjöl og þeir sem umbreyta PDF myndum í texta, jafnvel með gervigreind, verða undir. Fyrirtækin sjá mikinn hag í því að nýta sér nýja tækni og ný upplýsingakerfi sem geta meðhöndlað rafræna reikninga á einfaldan og fljótlegan hátt.
Dæmi um slík upplýsingakerfi er Uniconta upplýsingakerfið, en það er í skýinu, og uppfærslur og nýjungar koma reglulega fram og gerast nánast sjálfkrafa. Handavinna við bókhaldið minnkar verulega og telur greinarhöfundur að hér geti verið um 30% sparnað að ræða miðað við eldri kerfin. Allt er orðið rafrænt og kollvörpunin hefur átt sér stað. Þeir sem vilja halda í gamla tímann verða að átta sig á að það verður ekki aftur snúið.

Höfundur er framkvæmdastjóri Svars.

Greinin birtist í Fréttablaðinu

Rúnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Svar ehf.
Rúnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Svar ehf
author avatar
svar2020