Þann 1. júlí síðastliðinn tóku gildi ný lög um tímaskráningu starfsmanna, sem skylda atvinnurekendur til að setja upp hlutlægt, áreiðanlegt og aðgengilegt tímaskráningarkerfi fyrir starfsmenn sína. Markmið laganna er að tryggja að allir starfsmenn hafi aðgang að rafrænu kerfi til að skrá daglegan og vikulegan vinnutíma, ásamt því að gefa upplýsingar um vinnustundir yfir daginn.
Hér getur þú kynnt þér lög 58/2023 um breytingu á lögum 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.
Svar býður upp á fjölbreyttar tímaskráningarlausnir:
Intempus: Fullkomið fyrir þá sem eru mikið á ferðinni. Með Intempus getur þú skráð verkin þín með appi í símanum, úthlutað verkum, skráð efni, tekið myndir og fylgt eftir óunnum verkum. Hægt er að tengja Intempus við Uniconta og Payday, þannig að tímar og verk flæða sjálfvirkt á milli kerfa.
Curio Time: Hentar vel fyrir þá sem vinna á hefðbundnum skrifstofutíma og eða eru í vaktavinnu. Kerfið heldur utan um vaktir, orlof, veikindi og vinnutíma.
Uniconta Work: Heldur utan um tíma starfsmanna, orlof, veikindi og uppfyllir allar kröfur nýju laganna. Uniconta Work fylgir með í áskrift að Uniconta, en einnig er hægt að fá áskrift fyrir þá sem ekki eru núverandi notendur í Uniconta.
TimeLog: Fyrir þá sem vinna mest við tölvu og þurfa að skrá tíma beint á verk. TimeLog er eitt öflugasta tímaskráningarkerfi á íslenska markaðinum og tengist beint við Uniconta.
Ef þú vilt fá frekari upplýsingar um tímaskráningarlausnir frá Svar, ekki hika við að hafa samband við okkur í síma 510-6000 eða senda tölvupóst á sala@svar.is.
Cookies are small text files that can be used by websites to make a user's experience more efficient. The law states that we can store cookies on your device if they are strictly necessary for the operation of this site. For all other types of cookies we need your permission. This site uses different types of cookies. Some cookies are placed by third party services that appear on our pages.
Necessary cookies help make a website usable by enabling basic functions like page navigation and access to secure areas of the website. The website cannot function properly without these cookies.
Marketing cookies are used to track visitors across websites. The intention is to display ads that are relevant and engaging for the individual user and thereby more valuable for publishers and third party advertisers.
Preference cookies enable a website to remember information that changes the way the website behaves or looks, like your preferred language or the region that you are in.