Almennir skilmálar um viðskipti við Svar
Þessir skilmálar gilda um öll viðskipti Svar við viðskiptavini félagsins, nema um annað sé samið sérstaklega. Viðskiptaskilmálarnir ásamt skilmálum hverrar vöru eða þjónustu, og eftir atvikum samningsviðaukar fyrir hvern viðskiptavin teljast að jafnaði heildarsamningur aðilanna um viðskiptin.
Í undantekningartilvikum geta samningar við Svar haft að geyma aðra skilmála en hér að neðan. Slíkir skilmálar koma þá annað hvort í stað neðangreindra skilmála eða teljast viðauki þá.
Viðskiptaskilmálar þessir og ákvæði þeirra eru hluti af samningum aðila og gilda um öll viðskipti og alla samninga, sem þeir gera sín á milli um kaup á vörum og þjónustu, nema um annað sé samið sérstaklega með skriflegum hætti.
Sértækir viðskiptaskilmálar á tilteknum vörum – hugbúnaði – eða þjónustu geta einnig átt við um viðskipti og samninga Svar við þriðja aðila um kaup á vöru, hugbúnaði og þjónustu.
Viðskiptaskilmálarnir eru ófrávíkjanlegir og gilda um öll þau atriði sem fram í þeim koma, nema sérstaklega sé um þau samið með skriflegum hætti. Skulu allar breytingar á samningsskjölum vera skriflegar og undirritaðar. Frávik frá viðskiptaskilmálunum teljast ekki samþykkt af hálfu Svar fyrr en undirritað samþykki Svar liggur fyrir.
Svar áskilur sér rétt til að breyta bæði viðskiptaskilmálum, taxta breytingum á þjónustu og vöruskilum með dagsettri endurútgáfu þessara skilmála. Verði efnislegar breytingar á skilmálunum skal Svar tilkynna þær breytingar til verkkaupa með að lágmarki 30 daga fyrirvara. Tilkynningar skulu gerðar með breytingu á heimasíðu Svar og eða í fréttabréfi Svar sent á tengilið viðskiptavinar Svar. Allir samningar, sem gengið verður frá eftir þá dagsetningu, falla undir hina nýju skilmála. Sé misræmi í texta viðskiptaskilmála og texta samnings eða samningsviðauka gildir texti samnings eða samningsviðauka.
Upphaf viðskipta
Ósk um að stofna til viðskipta við Svar geta viðskiptavinir beint til félagsins munnlega,með tölvupósti eða á sérstöku formi á heimasíðu félagsins. Að öllu jöfnu geir Svar tilboð eða áætlað tilboð í viðskipti, samningur telst kominn á ef viðskiptavinur staðfestir með rafrænum hætti eða með tölvupósti að tilboð hafi verið samþykkt.
Samningar og viðaukar
Svar kann að óska eftir sérstökum samningi um einstök viðskipti, þar sem kveðið er á um gildistíma samnings, upphafsdag, umfang, vöru og þjónustu, verð og ábyrgðartíma. Sérstakir viðaukar kunna að verða gerðir við slíka samninga, er tilgreina sérstakar vöru- og þjónustulýsingar. Kominn er á samningur um viðskipti á milli Svar og viðskiptavinar, þegar viðskiptavinur hefur staðfest tilboð, undirritað rafrænt eða með undirskrift samning eða samningsviðauka, tekið vöru eða þjónustu í notkun eða greitt fyrir vöru eða þjónustu til Svar. Staðfest tilboð, samningur ásamt samningsviðaukum, sé um það að ræða, og viðskiptaskilmálum myndar þannig heildarsamning aðilanna. Svar skilgreinir gildistíma tilboðs og er óbundinn af því, hafi því ekki verið tekið með formlegum hætti, þegar það rennur út. Nema annað sé tekið fram í einstökum samningum eða tilboðum þá gilda samningar Svar í 24 mánuði frá undirskrift og eru óuppsegjanlegir á þeim tíma. Við breytingar á samningi milli Svar og viðskiptavinar, hvort sem er að umfangi eða við breytingu á þjónustuleiðum, endurnýjast sá tími.
Uppsögn samninga
Sé ekki gerður sérstakur samningur um binditíma, er samningur uppsegjanlegur af beggja hálfu með eins mánaðar fyrirvara sem miðast við næstu mánaðamót eftir að skrifleg uppsögn er lögð fram. Við lok samnings skuldbinda aðilar sig til að skila gögnum og búnaði samkvæmt samkomulagi sé þess óskað. Við lok samnings er Svar heimilt að eyða gögnum og fjarlægja búnað. Kostnaður er hlýst af afhendingu og eyðingu gagna skal greiddur af viðskiptavini samkvæmt tímagjaldi í gjaldskrá Svar.
Svar kaupir og selur vörur í umboðsviðskiptum og selur búnað í umboði þriðja aðila. Slíkir aðilar geta borið beina ábyrgð gagnvart viðskiptavinum eða falið Svar að annast um nauðsynlega þjónustu á ábyrgðartíma búnaðar. Vísast í skilmála birgja hverju sinni.
Samstarfsaðilar
Svar gerir samninga við samstarfsaðila um sölu og þjónustu á tilgreindum búnaði eða hugbúnaði og tilheyrandi þjónustu. Svar ber ekki ábyrgð á viðskiptum samstarfsaðila við viðskiptavini þeirra en leitast engu að síður við að aðstoða samkvæmt samstarfssamningum. Í samstarfssamningum Svar við samstarfsaðila er eftirfarandi haft að leiðarljósi:
Ábyrgð samstarfsaðila
Hafi um það verið samið milli viðkomandi samstarfsaðila og Svar, veitir Svar viðskiptavinum samstarfsaðila hliðstæða ábyrgðarþjónustu og skilmálar samstarfsaðila segja til um, vísast í skilmála samstarfsaðila að öðru leyti.
Afhending á búnaði og þjónustu
Svar leitast við að afhenda búnað og þjónustu á umbeðnum eða umsömdum tímum og upplýsa viðskiptavini eftir föngum um stöðu mála hverju sinni. Sé um afgreiðslufrest að ræða er hann tilgreindur í samningi. Er hann jafnan áætlaður og ekki bindandi fyrir Svar, nema það sé tekið fram með skýrum hætti. Kaup á búnaði og þjónustu frá
Svar eru almennt háð lögum um lausafjárkaup, nr. 50/2000, þar sem ákvæðum þessara skilmála, vöruskilmála, samninga eða viðskiptavenju milli aðila sleppir.
Innkaupaþjónusta
Um kaup á vél eða hugbúnaði, þ.m.t. innihald, kröfur og samsetningu búnaðar, fer eftir samningum aðila eða pöntunum viðskiptavina, sem sendar hafa verið til Svar og eru samþykktar af hálfu Svar með skriflegum hætti. Svar heldur eignarrétti að hinum selda vélbúnaði þar til andvirði hans er að fullu greitt. Samþykktar skuldaviðurkenningar, greiðslukort eða öðrum áþekkum greiðslumiðli afnemur ekki eignarréttinn fyrr en full skil hafa verið gerð. Sala, framsal, veðsetning eða ráðstöfun búnaðar, sem ekki er að fullu greiddur, er óheimil án undangengins samþykkis Svar. Viðskiptavinir hafa afnotarétt af stýrihugbúnaði og forritapökkum á einkatölvur. Engin önnur réttindi flytjast til viðskiptavina á grundvelli samnings aðilanna. Áhætta vegna vélbúnaðar flyst til viðskiptavinar við afhendingu eða á uppsetningardegi, ef samið hefur verið við Svar um uppsetninguna.
Skilaréttur
Skilafrestur á búnaði eru 30 dagar frá dagsetningu reiknings. Sé vöru skilað innan 14 daga frá þeirri dagsetningu býðst viðskiptavini full endurgreiðsla sem jafngildir upphaflegu kaupverði. Skil á búnaði eru háð eftirfarandi skilyrðum:
Endursala og endurráðstöfun
Búnaður, sem Svar selur, er keyptur til eigin nota kaupanda án ásetnings um endursölu. Um endursölu gilda sérstakir samningar, sjá kaflann um Umboðsviðskipti og samstarfsaðila.
Sala á þjónustu
Um kaup á þjónustu fer eftir samningum aðila eða pöntunum viðskiptavina, sem sendar hafa verið Svar og samþykktar af hálfu Svar með skriflegum hætti.
Umfang þjónustu
Svar veitir fagþjónustu á sviði upplýsingatækni, bókhaldsþjónstu, skattaleg uppgjör og ráðgjöf, ráðgjöf og innleiðingu á viðskiptalausnum, uppsetningarvinnu á búnaði, viðhald búnaðar og annað sem tilgreint er í tilboði hverju sinni samningi og aðilar koma sér saman um. Gera skal sérstakt samkomulag um bókhaldsþjónustu sem er hluti af viðskiptaskilmálum Svars. Þjónusta Svar tekur mið að þeim lausnum sem viðskiptavinur kaupir hverju sinni. Fyrirtæki gera viðskiptasamning við Svar.
Viðskiptasamningur getur verið tímabundinn eða ótímabundinn. Tímabundin þjónusta er veitt í skilgreindan tíma og framlengist sjálfkrafa að þeim tíma loknum nema annar hvor samningsaðila segi henni upp með eins mánaðar fyrirvara. Ótímabundinni þjónustu lýkur, er annar hvor samningsaðila segir henni upp til slita samkvæmt ákvæðum samnings. Aukaverk eru háð sérstöku samkomulagi og reikningsfærð sérstaklega.
Starfsfólk og undirverktakar
Hvor samningsaðili um sig ber ábyrgð á störfum þeirra starfsmanna sinna sem koma að framkvæmd viðskiptasamnings. Hvor aðili tilnefnir fulltrúa fyrir sína hönd til að annast daglega framkvæmd samnings. Svar getur að eigin vali ráðstafað starfsfólki sínu til að veita þjónustu samkvæmt samningnum eða fengið til þess undirverktaka eða starfsmenn þriðja aðila. Gerð samnings stendur ekki í vegi fyrir því að Svar, starfsfólk Svars eða undirverktakar leysi af hendi hliðstæð þjónustuverkefni fyrir aðra aðila.
Hugbúnaður frá öðrum – forritapakkar
Hugbúnaður t.d. upplýsingakerfi og leyfisforrit t.d. stýrikerfi og notendahugbúnaður er seldur á forsendum framleiðandans eða eiganda réttindanna. Yfirleitt er um að ræða sölu á einkaleyfisbundnum, óframseljanlegum réttindum til notkunar þannig að eignarréttur til hugbúnaðarins er ekki seldur, heldur aðeins réttindin til að nota hann. Heimild til notkunar kann að gilda um ákveðinn umsaminn tíma. Hugbúnað af þessu tagi má ekki selja, leigja, framselja eða afhenda öðrum, nema um það sé sérstaklega samið. Afritun er háð takmörkunum, er framleiðandi eða eigandi hugbúnaðarins setur. Hugbúnaðarþjónusta kann að vera í boði við þessa tegund hugbúnaðar. Framleiðandi hugbúnaðarins eða Svar í umboði hans veita þá þessa þjónustu.
Að öðru leyti vísast í skilmála viðkomandi eignada/framleiðanda hugbúnaðarins.
Verð fyrir vörur og þjónustur Svars eru sett fram í verðskrám, tilboði eða sérverði samkvæmt samningi. Öll aukaverk, sem Svar vinnur í þágu viðskiptavinar að hans ósk og ekki er kveðið á um sérstaklega í samningum milli aðila, eru gjaldkræf. Minnsta eining tíma á dagvinnutíma er 0,25 klst. auk fjarvinnugjalds samkvæmt gjaldskrá, en ef verkefni krefjast þess að það sé unnið á vinnustað viðskiptavinar er einingin 1 klst. auk aksturs. Dagvinnutími er skilgreindur sem 9-17 virka daga, nema föstudaga 9-16. Utan þess tíma er um útkall að ræða og og þá reiknast 4 klst. nema um annað hafi verið samið milli aðila fyrirfram.
Breytingar á verðskrám
Svar áskilur sér rétt til að breyta verðskrám sínum eftir þörfum hverju sinni og tilkynna viðskiptavinum um það með 30 daga fyrirvara. Vörur sem eru háðar gengi eru gjaldfærðar samkvæmt gengi á reikningsdegi. Vörur sem bera vísitölutengingu taka breytingum í samræmi við þróun þeirrar vísitölu.
Ferðakostnaður og flutningsskilmálar
Eftir því sem viðskiptavinur óskar eftir kann að vera kveðið á um greiðslur vegna sérstakra flutningsskilmála eða sérstakrar umsýslu.
Svar gerir tilkall til sérstakrar greiðslu fyrir eftirfarandi nema um annað sé samið. Athugið að upptalningin er ekki tæmandi:
Reikningar
Viðskiptavinur ber fulla ábyrgð á að greiðslur fyrir þjónustu og búnað berist Svar á réttum tíma. Athugasemdir skulu gerðar við útgáfu reikninga eins fljótt og auðið er og eigi síðar en á eindaga þeirra ellegar teljast þeir samþykktir af hálfu viðskiptavinar. Hafi athugasemdir viðskiptavinar borist eftir eindaga og atvik réttlæta með ótvíræðum hætti, að athugasemdir bárust ekki í tæka tíð, mun Svar taka afstöðu til þeirra athugasemda. Svar gefur út reikning 20. hvers mánaðar fyrir mánaðargjöldum en við minni verk við verklok. Búnaðarsala er gjaldfærð við afhendingu búnaðar. Ef um þjónustu/innleiðingar verkefni er að ræða er taka yfir lengri tímabil eru gefnir út reikningar í lok hvers mánaðar með 10 daga eindaga fyrir þjónustu sem innt er af hendi í líðandi mánuði.
Verð og fjárhæðir í samningi aðila eru tilgreindar í íslenskum krónum, en geta tekið breytingum ef erlent gengi, ef við á, hefur tekið breytingum frá tilboði til reikningsfærslu, nema annað sé tekið fram. Reikningar skulu greiddir á gjalddaga og eigi síðar en á eindaga. Skal Svar sjá svo um, að reikningar séu sendir viðskiptavini með góðum fyrirvara eða birtir honum á annan hátt samkvæmt samkomulagi aðila. Svar sendir eingöngu út reikninga með rafrænum hætti eða í tölvupósti sem PDF skjal, ekki eru sendar út reikningar með bréfapósti. Falli reikningur eða aðrar samningsskuldbindingar í eindaga ber viðskiptavini að greiða dráttarvexti af reikningnum í samræmi við III. kafla vaxtalaga nr.38/2001.
Verkkaupi skal inna greiðslur af hendi sem eru kröfugreiðslur í banka. Ekki er heimilt að leggja beint inn á bankareikning Svars. Annað greiðsluform telst ekki fullnægjandi. Allir reikningar Svar skulu vera sundurliðaðir og studdir fylgiskjölum/vinnuskýrslum, eigi það við, svo unnt sé að sannreyna þá. Verði ágreiningur um fjárhæð reiknings getur verkkaupi ekki neitað greiðslu á þeim hluta sem er óumdeildur. Verkkaupa ber að upplýsa Svar um hvers konar athugasemdir við reikninga þegar í stað og eigi síðar en innan sjö daga frá útgáfu reiknings.
Svar hefur samið við innheimtu aðila er tekur yfir innheimtu reikninga eftir eindaga. Eftir eindaga er innheimtuaðili með allan samnings rétt fyrir hönd Svars. Bent er á að ef viðskiptavinur þarf á lengri gjaldfrest að ræða tímabundið er honum bent á að hafa samband við Fjármálastjóra um lengri gjaldfrest fyrir eindaga. Eftir að eindegi er liðinn sér innheimtuaðili eingöngu um samninga við viðskiptavini um greiðslur og frágang á þeim.
Þáttur viðskiptavina
Viðskiptavinur skal tryggja að Svar hafi fullnægjandi aðgang að aðstöðu viðskiptavinar og eftir atvikum þriðja aðila þannig að Svar geti uppfyllt skyldur sínar samkvæmt skilmálum þessum. Viðskiptavini ber einnig að veita Svar allar upplýsingar svo Svar geti uppfyllt skyldur sínar. Viðskiptavini er óheimilt breyta hugbúnaði sem honum er látinn í hendur af Svar eða stuðla að nokkrum breytingum á honum. Í almennum viðskiptum við Svar er gengið út frá því að viðskiptavinir séu ásáttir um eftirfarandi:
Þáttur Svars
Svar skal tryggja að starfsfólk sitt og aðrir sem annast þjónustu við viðskiptavini á vegum Svar hafi þá sérþekkingu/menntun og reynslu og starfi ávallt af heillindum til að geta sinnt verkefnum sem samningur við viðskiptavin kveður á um. Svar áskilur sér rétt:
Svar skal tilkynna verkkaupa um allar breytingar í rekstri sínum sem geta haft áhrif á getu þess til að sinna verkefnum samkvæmt samningi aðila.
Brjóti gögn verkkaupa gegn lögum getur þjónustusali gripið til aðgerða sem heimilaðar eru lögum samkvæmt eins og t.d. að fjarlægja eða hindra aðgang að gögnum sbr.14.gr. laga nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.
Þáttur viðskiptavina
Viðskiptavinur skal tryggja að Svar hafi fullnægjandi aðgang að aðstöðu viðskiptavinar og eftir atvikum þriðja aðila þannig að Svar geti uppfyllt skyldur sínar samkvæmt skilmálum þessum. Viðskiptavini ber einnig að veita Svar allar upplýsingar svo Svar geti uppfyllt skyldur sínar. Viðskiptavini er óheimilt breyta hugbúnaði sem honum er látinn í hendur af Svar eða stuðla að nokkrum breytingum á honum. Í almennum viðskiptum við Svar er gengið út frá því að viðskiptavinir séu ásáttir um eftirfarandi:
Þáttur Svars
Svar skal tryggja að starfsfólk sitt og aðrir sem annast þjónustu við viðskiptavini á vegum Svar hafi þá sérþekkingu/menntun og reynslu og starfi ávallt af heillindum til að geta sinnt verkefnum sem samningur við viðskiptavin kveður á um. Svar áskilur sér rétt:
Svar skal tilkynna verkkaupa um allar breytingar í rekstri sínum sem geta haft áhrif á getu þess til að sinna verkefnum samkvæmt samningi aðila.
Brjóti gögn verkkaupa gegn lögum getur þjónustusali gripið til aðgerða sem heimilaðar eru lögum samkvæmt eins og t.d. að fjarlægja eða hindra aðgang að gögnum sbr.14.gr. laga nr. 30/2002 um rafræn viðskipti og aðra rafræna þjónustu.
Hugverkaréttur – uppgötvanir og uppfinningar
Svar áskilur sér allan rétt til hugverka er tengjast vörum og þjónustu sem látin er viðskiptavini í té.
Skilmálar þessir skulu engin áhrif hafa á hugverkarétt aðila og/eða afnotarétt af hvers konar atvinnuleyndarmálum, gögnum, trúnaðarupplýsingum eða öðru efni sem tengist búnaði eða þjónustu.
Skilmálar þessir hafa ekki í för með sér neins konar yfirfærslu á höfundarétti frá einum aðila til annars, nema þar sem ákvæði samninga kveða sérstaklega á um það.
Notkun vörumerkja
Svar er ekki heimilt að vísa til viðskiptavinar á vefsíðu sinni eða birta vörumerki hans þar, sem og í öðru kynningarefni á vegum Svar, nema með samþykki viðskiptavinar. Viðskiptavinur skal jafnframt leita samþykkis Svars fyrir slíkri notkun á nafni og vörumerkjum.
Trúnaður
Öll gögn og upplýsingar sem Svar verður vísari um viðskiptavin og skjólstæðinga hans skal vera trúnaðarmál þeirra á milli. Efni samninga er trúnaðarmál milli Svar og viðskiptavinar þar til báðir aðilar hafa samþykkt annað skriflega.
Viðskiptavinur skal á sama hátt gæta fyllsta trúnaðar um gögn og upplýsingar er varða Svar. Upplýsingar skal aðeins nota í þeim tilgangi sem þær voru fengnar og að því marki sem nauðsynlegt er við framkvæmd samningsskuldbindinga aðila. Aðilar skuldbinda sig til að ljóstra ekki upp trúnaðarupplýsingum sem þeir hafa móttekið frá gagnaaðila, þ.m.t. upplýsingum um stjórnunarlegar, fjárhagslegar eða tæknilegar aðstæður gagnaðila, aðrar aðstæður varðandi rekstur, viðskipti eða atriði sem ætla má að teljist trúnaðarupplýsingar, sem halda ber leyndum.
Upplýsingar, sem eru eða ætla má að séu á allra vitorði eða öllum aðgengilegar, teljast ekki trúnaðarupplýsingar, nema slíkar aðstæður stafi af broti á þessu ákvæði. Þagnarskylda skal gilda áfram eftir að samningssambandi lýkur.
Framsal
Aðilum er óheimilt að framselja réttindi og skyldur sem samningssamband þeirra hefur í för með sér nema að fengnu skriflegu samþykki gagnaðila. Þó er aðilum heimilt að framselja réttindi og skyldur til dótturfyrirtækja sem þeir eiga að öllu leyti svo fremi að viðeigandi leyfi séu framseld til viðtakandi fyrirtækis.
Svar er heimilt að ráða undirverktaka til að framkvæma ákveðna verkþætti sem sérstaklega eru tilgreindir í samningi aðila. Leita skal samþykkis viðskiptavinar við val á undirverktaka. Svar er þó heimilt að framselja skyldur sínar samkvæmt samningi án samþykkis viðskiptavinar ef slíkt er að mati Svar nauðsynlegt til að bregðast við atvikum sem nauðsynlegt er að bregðast við án tafar en einungis í tilvikum sem undirverktaki fær ekki aðgang að persónuupplýsingum viðskiptavinar.
Efni framsalshafi ekki skyldur sínar samkvæmt skilmálum þessum skal framseljandi bera ábyrgð á réttum efndum hans gagnvart gagnaðila.
Tímafrestur um tilkynningu á galla
Viðskiptavinur Svar glatar rétti sínum til þess að bera fyrir sig galla, ef hann tilkynnir ekki Svar án ástæðulauss dráttar frá því að hann varð galla var eða mátti verða hans var og í hverju galli er fólginn.
Ef viðskiptavinur leggur ekki fram kvörtun innan árs frá þeim degi, er hann veitti búnaði eða þjónustu viðtöku, getur hann ekki síðar borið gallann fyrir sig.
Þetta gildir þó ekki ef Svar hefur í samningi eða sérstakri ábyrgðaryfirlýsingu tekið á sig ábyrgð vegna galla í lengri tíma. Í samningum við Svar geta samningsaðilar ekki gert neina kröfu, af hvaða tegund eða tilefni hún kann að vera, eftir að meira en tvö ár eru liðin frá því að kröfuefnið varð til eða meira en tvö ár eru liðin frá síðustu greiðslu, ef um greiðslufall er að ræða.
Óviðráðanleg atvik (Force Majeure)
Geti Svar vegna óviðráðanlegra atvika ekki efnt skyldur sínar gagnvart samningsaðila er félagið laust undan öllum skuldbindingum sínum um þann tíma sem óviðráðanleg atvik standa yfir og samningsaðili á ekki rétt til að beita vanefndaúrræðum gagnvart Svar, þ.m.t. kröfum um endurgreiðslu, afslátt, skaðabætur, uppsögn eða riftun. Með óviðráðanlegum atvikum (e. Force Majeure) er átt við atburð eða aðstæður sem ekki eru á valdi Svar, enda sé þannig háttað um þau að að Svar hafi ekki verið unnt að yfirvinna þau með eðlilegum ráðum.
Án takmörkunar um almennt gildi þess, sem að framan greinir skulu atburðir og atvik m.a. taka til styrjalda, uppreisna, skemmdarverka, óeirða,náttúruhamfara, aðgerða stjórnvalda á sviði gjaldeyris- og viðskiptamála, viðskiptabanna, hafnabanna, almennra samgönguhindrana, flutningsbanna, orkuskorti, hvers kyns netárása, óviðráðanlegum atvikum í samskiptum við undirverktaka og hvers kyns ámóta atvika sem valda röskun á efndum Svar, þ.m.t. ef birgjar eða þjónustuaðilar Svar geta ekki uppfyllt skuldbindingar sínar gagnvart Svar á grundvelli óviðráðanlegra atvika sem leiða til þess að Svar geti ekki efnt skuldbindingar sínar gagnvart samningsaðila.
Komi til þess að óviðráðanleg atvik standi yfir í 30 daga samfellt eða lengur getur Svar rift eða sagt samningi við samningsaðila fyrirvaralaust án þess að baka sér bótaskyldu.
Riftun
Samningsaðili getur rift samningi án fyrirvara, ef um er að ræða verulega vanefnd af hálfu hins aðilans í samræmi við almennar reglur. Svar getur til viðbótar venjulegum vanefndaheimildum m.a. rift samningi vegna vanefnda ef:
Þá getur Svar gripið til eftirfarandi aðgerða séu forsendur til riftunar vegna vanefnda til staðar:
Viðskiptavinur skal halda Svar skaðlausum af öllum útgjöldum og tekjumissi sem Svar kann að verða fyrir vegna vanefnda viðskiptavinar á þjónustusamningi.
Eigi Svar viðskipti við viðskiptavin á grundvelli fleiri samninga en eins leiða brot hans á einum samningi til þess að Svar getur sagt upp öllum samningum sínum við viðskiptavininn.
Lög og varnarþing
Samningar Svars við viðskiptavini og viðskiptaskilmálar þeim tengdir falla undir íslensk lög. Skulu undanþæg ákvæði laganna víkja fyrir samningum þessum og skilmálum samrýmist þau þeim ekki. Leiði lög um þjónustukaup með ófrávíkjanlegum hætti til hagstæðari kjara fyrir viðskiptavini en samningar þessir og skilmálar kveða á um skulu þau lög gilda.
Rísi mál út af viðskiptasamningum Svar og/eða skilmálum félagsins skal það rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Ekki eyða of miklum tíma í að vita ekki hvað á að gera eða hvernig skilmálarnir virka. Sendu okkur fyrirspurn og við svörum eins fljótt og við getum.
Við erum til staðar fyrir þig og engin spurning er ekki þess virði að spyrja hana!