Uniconta heildsölukerfi
– Eldey soft

Við hjá Svar erum í samstarfi við Eldey soft með kerfi sem heitir Eldey mobile og er fyrir þá sem eru með útisölumenn og vilja geta tekið niður pantanir þegar þeir eru staddir hjá viðskiptavinum sínum.  
Oft er rætt um Eldey soft B2B kerfi og þá er átt við verið er selja milli tveggja aðila í fyrirtækjarekstri eða Business to Business. 

Hvað er
Eldey mobile?

Eldey mobile er sölu og pantanaskráningarkerfi sem heildsölur og aðrir sem eru að selja vöru og þjónustur geta nýtt sér á þægilegan hátt. Í Eldey mobile er hægt að taka niður pantanir, skilgreina rúnta, stilla vöruval eftir viðskiptavinum og vöruvalseftirlit. Eldey mobile birtir lifandi lagerstöður, verð og myndir af vörum allt beintengt við vörustýringuna í Uniconta. Einnig er hægt að láta  skrifa undir til staðfestingar og/eða senda beint á viðkomandi verslun til staðfestingar. 

Eldey mobile vinnur á spjaldtölvum og símum, er einfalt í uppsetningu og samþáttað við Uniconta. 

Einnig bjóðum við upp á lausn frá Eldey sem fyrir þá sem vilja leyfa endursöluaðilum að panta beint í gegnum Eldey. Þá er hægt að sjá síðustu pantanir, sérverð fyrir hvern og einn og lagerstöðu í rauntíma. 

Helstu kostir
Eldey soft eru:

  • Sölumenn á ferðinni geta tekið niður pantanir og pöntunin fer beint í sölupöntun Uniconta. 
  • Eldey soft er beinteng við Uniconta, allar upplýsingar um viðskiptin sjást í Eldey Mobile. 
  • Uniconta er bókhaldskerfið og sér um alla hefðbundna vinnslu við bókhaldið. 
  • Sölupantanir eru einu sinni settar inn í Eldey mobile, þá geta lagerstarfsmenn afgreitt pöntunina án frekari aðkomu annara starfsmanna. 
  • Eldey mobile vinnur á spjaldtölvum og símum. Einfalt og þægilegt viðmót sem auðvelt er að kenna notendum. 
  • Sparar vinnu við innslátt síðar eða að aðrir starfsmenn þurfi að aðstoða við pantanir. 
  • Raun lagerstaða er í Eldey mobile sama staða og er í Uniconta. 
  • Eldey mobile er í raun framendi á Uniconta og geta sölumenn unnið þar án frekari aðkomu að Uniconta, þ.e. ekki er þörf á sérstöku leyfi fyrir notendur í Uniconta. Einungis þarf „Server“ notanda í Uniconta.