Bættu utanumhaldiðFullkomið tíma-
og viðverukerfi

Reiknireglur eru einfaldar og hannaðar samkvæmt kjarasamningum.
Tíma- og verkskráningarkerfi ( Stimpilklukka ) tímaskráningarkerfi af bestu gerð!

Þú getur sótt tímaskýrslur starfsmanna hvenær sem er. Kerfið býr til bæði pdf, csv og excel skýrslur sem hægt er að vinna með áfram. Hægt að tengja og sækja starfsmenn, verkefni og verkþætti frá Uniconta.

Appið er fáanlegt fyrir bæði iOS og Android snjalltæki.

Hægt er að fá 30 daga prufu hér

Curio+time

Hvað er Curio Time

Tímaskráning

Tímaskráning

Við kynnum snjallforritið Curio App sem er bæði hægt að tengja við Curio Time og Curio Office sýndarskrifstofuna eða bæði forritin í senn. Starfsmenn geta stimplað sig á milli verkefna án þess að stimpla sig út úr vinnu ofl. Einnig þarf ekki að slá inn aðgangsorð í hvert skipti sem þeir stimpla sig inn eða út frá vinnu. Curio App fæst bæði sem iOS og Android.

Vaktaplan

Vaktaplan

Vaktaplan Curio Time var hannað með vaktstjórum veitingahúsa, hótelstjórnendum ásamt ýmsum fyrirtækjum sem eru með starfsfólk í vaktavinnu. Vaktir eru litaskiptar bæði í appi og stjórnborði, starfsmenn geta séð lausar vaktir og sótt um vaktir, séð vinnustundir pr. viku og yfir mánuðinn og allt annað sem þarf fyrir gott vaktakerfi. Curio Schedules fæst bæði fyrir iOS og Android farsíma.

Reiknireglur

Reiknireglur

Ef þú ert með starfsmenn sem td. mæta á mismunandi tímum eða vinna skv. vaktplani þá getur þú búið til reiknireglu að eigin vali og sett á starfsmann. Hægt er að stofna ótakmarkað magn af reiknireglum. Allar reiknireglur eru hannaðar skv. kjarasamningum stéttarfélaga.

Samantekt

Samantekt

Ef starfsmenn þínir eru að vinna á mörgum stöðum yfir daginn þá getur þú dregið saman tíma fyrir ákveðið verk. td. allt fyrir verknúmer “1940” eða td. alla tíma sem hefur verið gerð á “Hringbraut 120” Þetta er gott þegar starfsmenn eru að vinna í mörgum verkefnum yfir mánuðinn og nauðsynlegt er að safna saman tímum starfsmanna fyrir reikningagerð.

Lagfæringar tímakort

Lagfæringar tímakort

Auðvelt er að fara yfir tímakort og lagfæra tímaskráningu með sjálfvirkri vistun. Starfsmaður getur á auðveldan hátt breytt innstimplun og útstimplun í Curio App eða Kiosk ef eigandi kerfis gefur leyfi til þess. Ef staðfestingasíða er innsett hjá stærri fyrirtækjum þá tekur mjög lítinn tíma að fara yfir tímaskýrslur starfsmanna og leiðrétta.

GPS kort

GPS kort

Hægt er að sjá Gps kort sem sýnir hvar starfsmenn voru staddir þegar þeir stimpluðu sig inn til vinnu. Hægt er að smella á GPS merkið á kortinu og birtist þá nafn starfsmanns og staðsetning hverju sinni.

Orlofssíða

Orlofssíða

Á orlofssíðu Curio Time er hægt að sjá staðfest orlof og orlofsbeiðnir allra starfsmanna. Starfsmenn geta sent beiðni um orlof frá Curio App eða Curio Kiosk og geta þá deildarstjórar eða verkstjórar skipulagt fríið á einfaldan og þægilegan hátt inni í Curio Time.

Þjónusta og backup

Þjónusta og backup

Við tökum daglegt backup af þinni tímaskráningu. Við hýsum sjálfir Curio Time í skýinu okkar. Allar uppfærslur af grunnútgáfu Curio Time eru ókeypis.

Stimpilklukka

Stimpilklukka

Við kynnum snjallforritið Curio KIOSK sem er bæði hægt að tengja við Curio Time og Curio Office sýndarskrifstofuna eða bæði forritin í senn. Starfsmenn geta stimplað sig með aðgangsorði á milli verkefna án þess að stimpla sig út úr vinnu. Curio Kiosk er með stillingu til að láta kerfið taka mynd af starfsmanni þegar hann kemur og fer frá vinnu. Curio Kiosk fæst bæði á iOS og Android snjalltæki.

Stafræn stimpilklukka

Stafræn stimpilklukka

Curio Time hentar vel fyrir fyrirtæki sem eru með dreifða starfsemi og starfsemi sem er á einum eða mörgum stöðum. Sveigjanleiki Curio Time er mikill og búið er að hugsa tímaskráningarkerfið til notkunar fyrir alla flokka af starfsemi. Markmið hönnuða Curio Time er að sjálfvirkni og einfaldleiki í notkun muni auka þægindi og spara þér og þínu starfsfólki mikinn tíma yfir mánuðinn.

Veikindadagar, orlof o.fl.

Veikindadagar, orlof o.fl.

Tímaskráningarkerfið heldur utan um veikindadaga +barna ásamt því að telja orlofsdaga skv. ráðningarsaming. Starfsmaður getur skoðað og sent sjálfum sér tímaskýrslur í síma sínum eða í Curio Kiosk og þá með upplýsingum um orlof sitt.

Verklýsing

Verklýsing

Notendur geta valið verkefni eða handskrifað verklýsingu við hverja innstimplun mörgum sinnum yfir daginn til að auðvelda utanumhald á skráð verkefni.
Curio Time er tímastjórnunarkerfi sem sér einnig um tímaskráningu verkefna

Látum allar fyrirfram áhyggjur okkar verða að fyrirhyggju og skipulagi!

– Winston Churchill

bt_bb_section_bottom_section_coverage_image