Skip to main content

Um okkur

Svar tækni ehf er framsækið fyrirtæki sem sérhæfir sig í að bjóða upp á sérsniðnar stafrænar lausnir fyrir fyrirtæki á Íslandi. Með áherslu á nýsköpun og háþróaðar tækniinnviði hefur Svar skapað sér sterka stöðu sem leiðandi á sviði samþættingar og viðskiptaumbóta.


Stofnandinn, Rúnar Sigurðsson, hefur áralanga reynslu af rekstri og tæknilausnum og hefur verið drifkrafturinn á bak við vöxt og framþróun fyrirtækisins. Hann var valinn einn af framsæknustu frumkvöðlum Evrópu árin 1997, 1998 og 1999 og rak eitt af fyrirtækjunum á lista "Europe's 500." Rúnar stofnaði Tæknival árið 1983 og rak það til ársins 1999. Í október 2024 flutti Svar tækni ehf í nýtt og stærra húsnæði á Stórhöfða 17, þar sem áhersla er lögð á vöxt, nýsköpun og skapandi umhverfi.


Rúnar er menntaður rafmagnstæknifræðingur og hefur lokið OPM námi frá Harvard, sem styrkir hans hæfni í rekstri og stjórnunarfræðum. Undir hans forystu hefur Svar tækni ehf vaxið hratt og er nú þekkt fyrir að veita öflug og áreiðanleg kerfi, meðal annars með samþættingu Zoho, Uniconta og tímaskráningarkerfa.

Við viljum endilega heyra frá þér

Ertu með fyrirspurn eða ábendingu?

Hafðu samband við okkur, og við finnum lausnina saman!

Hafa samband