360° OMNI-CHANNEL LAUSNIR

Ert þú til staðar
fyrir viðskiptavininn?

Ekki missa af tækifærunum. Gefðu kost á þjónustu þinni eða vörum þar og þegar viðskiptavinurinn óskar eftir því! Vertu leiðandi í stafrænum lausnum.
AF HVERJU SVAR?

Persónuleg þjónusta

Við leitumst eftir að byggja langvarandi og heiðarlegt viðskiptasamband við viðskiptavini. Við erum alltaf til staðar fyrir þig og viljum að þú finnir fyrir að tæknimálin séu í öruggum höndum.
Traust er grundvöllur alls.
AF HVERJU SVAR?

Reynsla & þekking

Með 40 ára reynslu á hugbúnaði og tæknilausnum er fátt sem við höfum ekki séð. Með sambland af eldri reynslumeiri einstaklingum sem og ungu og framsæknu fólki höfum við það sem þarf til að þjónusta þig fullkomlega.
AF HVERJU SVAR?

Tækni fyrir fólk

Þú átt aldrei að þurfa upplifa skort á skilningi eða upplýsingum. Skýrt markmið okkar er að þú sért fullkomlega upplýst/ur um hvað þig vantar, hvers vegna þig vantar það, hvað það gerir fyrir þig og hversu mikið þú greiðir fyrir það. Allt uppi á borðum!
VIÐ HÖFUM SVARIÐ FYRIR ÞIG

Hvernig getum við
hjálpað þér?

Við búum yfir umfangsmikilli reynslu af fjölbreyttum tæknilausnum fyrir íslensk fyrirtæki. Við teljum okkur leiðandi í stafrænum lausnum á Íslandi.
Net- og símkerfi
Við sjáum um nettenginguna og setjum upp gott símkerfi til að byggja allt saman á sterkum grunni. Áratuga reynsla okkar kemur sér vel.
Fjárhagskerfi og bókhaldsþjónusta
Nútíma fjárhagskerfi sem hjálpar þér að halda fjármálunum í lagi. Viljum hjálpa þér og kenna þér það sem þú þarft.
Stjórnun viðskiptatengsla
Nú getur þú fengið fullkomna yfirsýn yfir samskipti og upplýsingar. Tilboð, sölur, tölvupóstar, símtöl og margt fleira tengt viðskiptavinum þínum saman komið á einum stað. Þú gleymir engu.
Beiðnakerfi og þjónustuborð
Hver á að sinna hverju og í hvaða röð? Hvað er í forgangi og hversu langan tíma tók að vinna þetta? Hvað á að gera og hvernig var það leyst?... Hér liggja svörin við þeim spurningum.
Þetta þarf ekki að vera flókið en þetta þarf að vera öruggt. Þægilegt og notendavænt viðmót í bland við góðar skýrslur og fullkomna yfirsýn í bland við góðar skýrslur gerir stjórnendur og starfsmenn ánægðari.
Verslun, vefverslun og heildsala
Samtengdu allar verslunarleiðir þínar. Aldrei aftur misræmi á lagerstöðu, einfalt að uppfæra vörur og verð. Þetta er það sem þig er búið að dreyma um! Margir ævintýralegir eiginleikar.
FRÉTTIR AF STARFSEMINNI

Nýjustu fréttir

Svar á Iðnaðarsýningunni í Laugardalshöll
August 31, 2023
Svar á Iðnaðarsýningunni í Laugardalshöll
Við hjá Svar erum með bás á Iðnaðarsýningunni í Laugardalshöll. Þar munum við sýna og kynna Intempus og TimeLog tímaskráningar kerfin. Intempus og TimeLog eru vel þekkt tímaskráningarkerfi með yfir 30.000 notendur hvort um sig. Intempus hefur náð mikilli fótfestu hér á landi og er TimeLog nú kynnt hjá okkur í Svar í fyrsta skipti....
Dagur í lífi skrifstofuhunds. Skuggi vs. Ryksugan
August 11, 2023
Dagur í lífi skrifstofuhunds. Skuggi vs. Ryksugan
Ég undirritaður, Skuggi Rúnarsson, hreyfi andmælum við því að mér sé misboðið og ég sé ryksugaður! Mér þykir þetta móðgun við mig persónulega og mun harðneita í framtíðinni að vera settur í þessa stöðu fórnarlambs ofsafengins starfsfólks Svars, tilkippilegs til hverskonar áhættuatriða líkt og þessu, og það á vinnutíma! En ég má til með að deila með...
Viðtal við Auði í Kokku um Xpress kassakerfið
August 10, 2023
Viðtal við Auði í Kokku um Xpress kassakerfið
Hér má sjá viðtal við Auði í Kokku þar sem hún fer yfir reynslu sína af Xpress kassakerfinu. Skemmtilegt viðtal þar sem Auður segir frá því hvernig er að taka í gagnið nýtt kerfi á meðan það er enn í mótun.
Skrifstofuhundurinn Skuggi fer í sína fyrstu viðskiptaheimsókn
August 10, 2023
Skrifstofuhundurinn Skuggi fer í sína fyrstu viðskiptaheimsókn
Fylgist með skrifstofuhundinum Skugga fara í sína fyrstu viðskiptaheimsókn. Hann fór og heimsótti Auði í Kokku á Laugaveginum og fékk nammi og spjallaði aðeins við hana um Xpress kassakerfið sem Kokka er með frá Svar. En okkur grunar sterklega að hann hafi farið til Auðar gagngert út af namminu Fylgið Skugga á Instagram á https://www.instagram.com/skuggisvar/...