360° OMNI-CHANNEL LAUSNIR

Ert þú til staðar
fyrir viðskiptavininn?

Ekki missa af tækifærunum. Gefðu kost á þjónustu þinni eða vörum þar og þegar viðskiptavinurinn óskar eftir því! Vertu leiðandi í stafrænum lausnum.
AF HVERJU SVAR?

Persónuleg þjónusta

Við leitumst eftir að byggja langvarandi og heiðarlegt viðskiptasamband við viðskiptavini. Við erum alltaf til staðar fyrir þig og viljum að þú finnir fyrir að tæknimálin séu í öruggum höndum.
Traust er grundvöllur alls.
AF HVERJU SVAR?

Reynsla & þekking

Með 40 ára reynslu á hugbúnaði og tæknilausnum er fátt sem við höfum ekki séð. Með sambland af eldri reynslumeiri einstaklingum sem og ungu og framsæknu fólki höfum við það sem þarf til að þjónusta þig fullkomlega.
AF HVERJU SVAR?

Tækni fyrir fólk

Þú átt aldrei að þurfa upplifa skort á skilningi eða upplýsingum. Skýrt markmið okkar er að þú sért fullkomlega upplýst/ur um hvað þig vantar, hvers vegna þig vantar það, hvað það gerir fyrir þig og hversu mikið þú greiðir fyrir það. Allt uppi á borðum!
VIÐ HÖFUM SVARIÐ FYRIR ÞIG

Hvernig getum við
hjálpað þér?

Við búum yfir umfangsmikilli reynslu af fjölbreyttum tæknilausnum fyrir íslensk fyrirtæki. Við teljum okkur leiðandi í stafrænum lausnum á Íslandi.
Net- og símkerfi
Við sjáum um nettenginguna og setjum upp gott símkerfi til að byggja allt saman á sterkum grunni. Áratuga reynsla okkar kemur sér vel.
Fjárhagskerfi og bókhaldsþjónusta
Nútíma fjárhagskerfi sem hjálpar þér að halda fjármálunum í lagi. Viljum hjálpa þér og kenna þér það sem þú þarft.
Stjórnun viðskiptatengsla
Nú getur þú fengið fullkomna yfirsýn yfir samskipti og upplýsingar. Tilboð, sölur, tölvupóstar, símtöl og margt fleira tengt viðskiptavinum þínum saman komið á einum stað. Þú gleymir engu.
Beiðnakerfi og þjónustuborð
Hver á að sinna hverju og í hvaða röð? Hvað er í forgangi og hversu langan tíma tók að vinna þetta? Hvað á að gera og hvernig var það leyst?... Hér liggja svörin við þeim spurningum.
Þetta þarf ekki að vera flókið en þetta þarf að vera öruggt. Þægilegt og notendavænt viðmót í bland við góðar skýrslur og fullkomna yfirsýn í bland við góðar skýrslur gerir stjórnendur og starfsmenn ánægðari.
Verslun, vefverslun og heildsala
Samtengdu allar verslunarleiðir þínar. Aldrei aftur misræmi á lagerstöðu, einfalt að uppfæra vörur og verð. Þetta er það sem þig er búið að dreyma um! Margir ævintýralegir eiginleikar.
FRÉTTIR AF STARFSEMINNI

Nýjustu fréttir

Fréttabréf Uniconta | Maí 2023
May 23, 2023
Fréttabréf Uniconta | Maí 2023
  Heil og sæl.  Nokkur atriði sem okkur langaði til að minnast á varðandi nýja bráðabót (hotfix) útgáfu frá Uniconta, sem felur í sér smávægilegar breytingar.  Stafræn fylgiskjöl innhólf: Uniconta hefur bætt við nýrri virkni sem leyfir notendum að breyta fleiri skrársniðum í PDF, þar á meðal MSG skrársniðið, sem getur innihaldið PDF. Auk þess...
Grein á Vísi.is um Xpress kassakerfið // Viðtal við Ívar og Grétar
May 12, 2023
Grein á Vísi.is um Xpress kassakerfið // Viðtal við Ívar og Grétar
Kassakerfið Xpress fyrir Uniconta er nýr framendi á Uniconta bókhaldskerfið og er þróað af Svar í samvinnu við Uniconta á Íslandi. Xpress býr því yfir öllum eiginleikum sem Uniconta hefur og erfir allar uppfærslur án sérstakrar samþáttunar segja þeir Ívar Kristinn Hallsson og Grétar Örn Hjartarson hugbúnaðarsérfræðingar hjá Svar. „Xpress er mjög sveigjanlegt og hentar...
Bilun hjá þjónustuaðila
May 2, 2023
Bilun hjá þjónustuaðila
Uppfært 15:30. Bilunin virðist vera yfirstaðin, samkvæmt pósti frá Sensa varð bilun í netkjarnabúnaði. ——————————————————————————————————————– Einhver bilun virðist vera í miðlægum kerfum Sensa, sem er okkar hýsingaraðili. Þetta hefur áhrif á öll okkar kerfi. Vinsamlegast hafið samband á hjalp@svar.is ef þið þurfið að ná á okkur. Sensa er á fullu að leysa vandamálið og við vonum...
Viðtal við Maggý Möller, verkefna- og vörustjóra Svars í  Fréttablaðinu
March 15, 2023
Viðtal við Maggý Möller, verkefna- og vörustjóra Svars í Fréttablaðinu
Svipmynd af Maggý Möller   Nám: BSc. í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. MSc í verkefnastjórnun frá Háskóla Íslands. Störf: Tölvunarfræðingur hjá Fagkaupum. Núverandi starf: Verkefna- og vörustjóri hjá Svar Tækni ehf. Fjölskylduhagir: Einhleyp, á 17 ára gamlan son, Jóhann. Á ketti sem heita Ada (í höfuðið á Ödu Lovelace, fyrsta forritaranum í mannkynssögunni) og...