Insight fyrir Uniconta
- Lykiltölugreining á rekstrinum

Insight fyrir Uniconta er öflugt verkfæri sem byggir á Power BI frá Microsoft. Við hjá Svar höfum verið að þróa Insight fyrir Uniconta með Naski ehf og Cubus ehf síðastliðin tvö ár. Insight er beintengt við gagnagrunn Uniconta. Um leið og bókun á tekjum eða kostnaði í Uniconta hefur verið framkvæmd uppfærist Insight og birtir uppfærðar lykiltölur að morgni. Einnig er hægt að uppfæra eftir óskum hverju sinni.

Rekstrarreikningur

 • Samandregin rekstrarreikningur
 • Hægt er að fara ítarlegar í rekstrarreikninginn með því að ýta á plúsinn sem er fyrir framan hvern lið
 • Til samanburðar er síðasta ár og mismunur milli ára
 • Í kleinuhringja mynd er hlutfall hvers kostnaðarhluta í rekstrarreikningnum
 • Í lykiltölugreiningu má sjá framlegð, EBITDA og hagnað sem og samanburð við síðasta ár

Mánaðar samanburður

Þróun mánaðalegra rekstrarupplýsinga

 • EBITDA samanborið við síðasta ár og uppsafnað
 • Tekjur samanborið við síðasta ár og uppsafnað
 • Sundur liðaður rekstrarreikningur

Birgðir

Hér er hægt að sjá yfirlit yfir birgði félagsins út frá gefnu grunngildi, s.s. ár eða mánuð

 • Staða og veltuhraði birgða fyrir vöruflokka og vörunúmer í samanburði við seinasta ár.
 • Birgðarbreyting eftir mánuðum ef margir mánuðir eru valdir. Mismunur á vörukaupum og vörusölu.
 • Lykiltölur eins og veltuhraði, verðmæti og sala á völdu tímabili.

Sölugreining

Yfirborðs sölugreining eða sértæk sölugreining per verslun

 • Kostnaðarverð, söluverð og framlegð niður á vörunúmer. Meðalupphæð per sölu osfrv.
 • Í súluriti má sjá söluna skipta niður á mánuð. Ef ýtt er á sérstakan vöruflokk eða vöru má sjá hlutfall hennar í sölu og innkaupsverði viðað af heilkdinni fyrir valið tímabil.

Aðrar
lausnir

 • Efnahagur – Efnahagsskýrsla – yfirlit yfir eignir og skuldir félagsins.
 • Sjóðsgreining – inn og útborganir, væntanlegar innborganir og greiðsla reikninga.
 • Sjóðsgreining – Yfirlit á einni síðu yfir stöðu allra bankareikninga félagsins.
 • Framlegðargreining – Yfirlit yfir framlegð vara og sölufólks, gefnir afslættir.
 • Ofl.
Insight - Aðrar lausnir

Helstu kostir
Inisight fyrir Uniconta eru

 • Daglegar og hnitmiðaðar upplýsingar fyrir stjórnendur sérsniðnar að þörfum hvers og eins. 
 • Mánaðarlegt yfirlit yfir reksturinn og samanburður milli mánaða og ára. 
 • Kleinuhringja mynd af sundurliðun kostnaðar. 
 • Greining á birgðum; mest og minnst seldu vörurnar, veltuhraði og aldursgreining á lager. 
 • Aukning/minkun á lager eftir mánuðum, í grafískri framsetningu. 
 • Sölugreiningar; sala sölumanna/framlegð sölumanna/gefnir afslættir sölumanna. 
 • EBITA greining og samanburður við síðasta ár.  
 • Auðvelt að nota fyrir stjórn og stjórnendur fyrir alla fundi.