Intempus er tímaskráningarkerfi sem kemur í staðinn fyrir tímaskýrslur á blöðum. Intempus appið er frábært verkfæri fyrir starfsmenn á ferðinni eða vinna í mörgum mismunandi verkum, jafnvel yfir daginn. Með aðeins fáeinum smellum eru tímar, efni og annað skráð og birtist á svipstundu á stjórnborði yfirmanns.
Intempus er fullsamþáttað Uniconta bókhaldskerfinu sem gerir kleift að láta gögnin eins og tíma-, verk- og kostnaðarskráningar, birgðalista og viðskiptamannalista flæða á milli Intempus og Uniconta.
Intempus getur unnið sem sjálfstæð lausn fyrir þá sem kjósa svo. Auðvelt er að taka út úr Intempus allar skýrslur í Excel og handslá inn í bókhaldskerfi tíma, efni og tæki og senda síðan reikninga út frá því bókhaldskerfi sem þú vilt nota. En við erum búinn að samþátta Intempus og Uniconta og þá gerist þetta allt sjálfkrafa. Sjá nánar hér neðar á síðunni.
Við hjá Svar höfum samþáttað Uniconta og Intempus til að auðvelda og minnka alla handavinnu við bókhaldið og tímaskráningu starfsmanna. Þú stofnar viðskiptavini í Uniconta og setur upp tengiliði, skilmála og annað sem þarf til að geta haldið utan um viðskiptavini og samskipti. Uniconta sér síðan um öll reikningsviðskipti, bankasamskipti, innheimtu og annað sem þarf til að bókhaldið sé uppfært.
Þú getur stofnað verk bæði í Uniconta og Intempus. Starfsmenn skrá síðan tímana sína á verkið og í raun heldur Intempus utan um unnin tíma, fjarveru starfsmanna og orlof.
Starfsmenn fá allir aðgang að einföldu og þægilegu Appi, sem getur elt tungumál GSM símans. Því eru þeir sem kjósa að nota annað tungumál en íslensku nýtt sér að vera á því tungumáli sem þeir kjósa. Mörg tungumál eru í boði.
Við hjá Svar höfum mikla reynslu í lausnum fyrir tímaskráningar og vaktaskipulag. Hikaðu ekki við að hafa samband.