iPaaS "plöggari"Fullorðins
samþáttunartækni

iPaaS eða plöggari, eins og við köllum hann, kemur reglu á óreiðuna sem skapast getur í kringum samþáttanir. Þegar fyrirtæki nota tugi eða hundruði forrita sem tengja þarf saman á mismunandi hátt þá getur lausnamengið orðið ansi flókið, brothætt og kostnaðarsamt.
IPAAS - pluggarinn

Hvað er iPaaS?

Samþáttanir mismunandi forrita hafa lengi verið til staðar en hafa oft verið kostnaðarsamar og flóknar í framkvæmd. Hér áður fyrr var hver og ein samþáttun sérskrifuð og þurfti stöðugt að viðhalda henni, með tilheyrandi kostnaði. Einnig voru slíkar samþáttanir oft takmarkaðar í eiginleikum og getu og því var oft ekki hagkvæmt að samþátta saman mismunandi forrit nema fyrir allra stærstu fyrirtækin. Þá var það á höndum sérstakra tæknimanna fyrirtækjanna að hugsa um tengingarnar sem iðulega brotnuðu þegar eitt eða fleiri forrit uppfærðu sig.

Í dag er sagan önnur. iPaaS eða plöggarinn er miðlæg eining sem staðlar upplýsingar milli forrita. Plöggarinn heldur utan um alla reglur og ferla sem gögnin fylgja og gefur möguleika á að eiga við gögnin á leið sinni milli forrita eins og t.d. bæta við, sía úr eða umbreyta. Með tilkomu ljósleiðaravæðingarinnar gerast allar slíkar aðgerðir í skýinu á leifturhraða og hægt er að vinna með gögn í rauntíma í mörgum kerfum samtímis. Allt þetta fyrir aðeins brot af þeim kostnaði sem áður var.

Fyrirtæki sem helga sig að framúrskarandi þjónustu hafa litlar áhyggjur af afkomu, nema bara að hún verður vandræðalega mikil

– Sir Henry Ford

bt_bb_section_bottom_section_coverage_image