ALLT SEM ÞÚ ÞARFT AÐ VITAUniconta
Staðreyndir

Í dag eru um 8.000 notendur að nota Uniconta á hverjum degi, þar af um 300 á Íslandi og fer ört fjölgandi. Vöxtur er um 120% á ári.  Stærstu aðilar sem nota Uniconta erlendis eru mun stærri en stærstu fyrirtæki á Íslandi, sum þeirra með vel yfir 200 notendur.

Uniconta byggir eingöngu á hugbúnaði frá Microsoft og er því fullkomlega samþáttað við hann. Uniconta er byggt upp tæknilega eins og Microsoft 365, skiptir ekki máli fjöldi notenda frekar en í Microsoft 365 lausninni. Byggt er á SQL gagnagrunns vélum og síðan er viðmótið í Appi eins og Microsoft 365 (office pakkinn).  Velta, umfang og fjöldi reikninga á mánuði hafa ekki áhrif á getu eða hraða í Uniconta.

Einn af kostum Uniconta er að íslenskar staðfærðar lausnir eru gerðar af Uniconta Íslandi og eru fyrir alla þjónustuaðila Uniconta. Með nýjum uppfærslum bætast við eiginleikar og allir njóta góðs af þróun sem þarf hverju sinni, ekki er þörf á að hver aðili búi til sértækar lausnir s.s. bankatengingar.

Tilbúnar lausnir

Lausnir sem búið er að vinna og samþátta við Uniconta, ekki þörf á sérlausnum:
 • Rafrænir reikningar, sending og móttaka eftir tækniforskrift TS-236. Uniconta er fyrsta fjárhagskerfið á Íslandi til að innleiða rafræna reikninga skv. staðlinum TS236. En TS236 staðallinn er þrenging á samevrópskum staðli þannig að notendur geta sent og móttekið rafræna reikninga frá gagnaðilum í Evrópu og Kína.
 • Rafræn VSK skil við Skattinn.
 • Bankatengingar við allar helstu banka á Íslandi. Ekki er lengur þörf á að sækja færslur handvirkt í bankann, gerist sjálfkrafa á nóttunni. Kröfukerfi RB (reikningsstofu bankanna) er ekki komið nógu framarlega tæknilega og því er nauðsynlegt að uppfæra kröfur á nóttunni en kröfurnar stofnast strax. Afstemmingar við banka reikninga verða meira og minna sjálfvirkar.
 • Uniconta er algjörlega pappírslaust, ef reikningar berast á PDF sniði er þeim breytt í textaskrá og lesnir inn með nauðsynlegum upplýsingum, kerfinu er kennt á að þekkja reikninga og snið þeirra. Uniconta þekkir enn sem komið er kennitölu, dagsetningu, reiknings nr. og upphæð með og án vsk.
 • Uniconta er eina viðskiptalausnin hér á landi sem er með vottun ISO 27002 -ASAE Type I og Type II, sem gerir það að verkum að öryggiskröfur varðandi verndun gagna og aðgengi aftur í tímann er til staðar skv. ströngustu kröfum sem til eru.
 • Samþáttun milli Uniconta og Intempus tímaskráningar. Verk, tímaskráningar, viðskiptavinir og vörur flæða á milli Intempus og Uniconta. Þeir sem skrá tíma á verk vinna í Intempus appinu á símanum og er tungumál appsins það sama og tungumál símans.
 • Vöruhúsakerfi með vörumóttöku, talningum, flutningi á vörum milli svæða, vörutínsla fyrir pantanir, límmiðaprentun og margt fleira. Öll kerfin eru samþáttuð við Uniconta og allt er unnið með handtölvum keyrandi á Android.
 • Tenging við WooCommerce og Shopify vefverslun er til staðar á stöðluðu verði, margreynd lausn sem er notuð af tugum fyrirtækja.
 • Tenging við Vendor er lausn fyrir þá sem eru að selja B2B og B2C og þar er speglun á grunni Uniconta og sértækir skilmálar viðkomandi viðskiptavinar, mínar síður og fleira.
 • Tenging við mjög öflugt samþykktarkerfi frá Future Link, BF4 sem er margra laga og ýmissa ferla, er notað af tugum aðila með Uniconta.
 • Verslunarkerfis framendi, Xpress powered by Uniconta, ekki þörf á kassakerfi ef selt er í verslun. Notendavæn, leifturhröð og einföld lausn. Tenging við greiðslugáttir, tenging við Posa, engin handinnsláttur og hægt að tengja við rafræna reikninga, tölvupóst eða prenta út.
 • Verslunarkerfi Posone samþáttað við Uniconta. Hentar vel á veitingastaði, auðvelt að skrá á borð og skipta reikningi í lok sölunnar. Beintengt við Posa, engin handinnsláttur í Posann.
 • Tenging milli Uniconta og Zoho CRM, búið er að leggja mikla vinnu í að samþátta Zoho og Uniconta. Stöðluð lausn sem þó þarf alltaf að aðlaga eftir þörfum hverju sinni.
 • Tenging við Þjóðskrá og fyrirtækjaskrá RSK.
 • Svar hefur verkfæri til að taka gögn frá Axapta / DK / Navision yfir í Uniconta. Erum í samstarfi við danska aðila sem flytur gögn frá NAV og AX yfir í Uniconta.
 • Uppgjörskerfi, Power BI frá Microsoft, beintengt eru til staðar í dag, Svar er að vinna með Cubus og Naski sem eru sérhæfð fyrirtæki í rekstrar og uppgjörslausnum.
 • Godo Bókunarkerfið búið er að samþátta Godo bókunarkerfið við Uniconta og Posone, sem gefur gististöðum og hótelum möguleika á samhæfa reikningsgerð viðskiptavina í gegnum þjónustur sem boðið er á staðnum.
 • Tollakerfi Uniconta mun fara í loftið í nóvember, eftir nýju viðmóti hjá tolldeild Ríkisskattstjóra
VARÚÐARRÁÐSTAFANIR VEGNA COVID-19
Í ljósi aðstæðna eru breyttar áherslur hjá okkur. Vinsamlegast kynnið ykkur þessar breytingar.
X