Í dag eru um 20.000 félög að nota Uniconta á hverjum degi, þar af rúmlega 600 á Íslandi og fer ört fjölgandi. Vöxtur er um 80% á ári. Stærstu aðilar sem nota Uniconta erlendis eru mun stærri en stærstu fyrirtæki á Íslandi, sum þeirra með vel yfir 200 notendur í Uniconta og þúsundir starfsmanna í heild.
Uniconta byggir eingöngu á hugbúnaði frá Microsoft og er því fullkomlega samþáttað við hann. Uniconta er byggt upp tæknilega eins og Microsoft 365 þar sem fjöldi notenda skiptir ekki máli frekar en í Microsoft 365 lausninni. Byggt er á SQL gagnagrunnsvélum og síðan er viðmótið í Appi eins og Microsoft 365 (office pakkinn). Velta, umfang og fjöldi reikninga á mánuði hafa ekki áhrif á getu eða hraða í Uniconta.
Einn af kostum Uniconta er að íslenskar staðfærðar lausnir eru gerðar af Uniconta Íslandi og eru fyrir alla þjónustuaðila Uniconta. Með nýjum uppfærslum bætast við eiginleikar og allir njóta góðs af þróun sem þarf hverju sinni, ekki er þörf á að hver aðili búi til sértækar lausnir s.s. bankatengingar.