Stýrikerfi fyrir reksturinnStærra og öflugara
en þig grunar

Zoho hefur útvegað heimsbyggðinni framúrskarandi tæknilausnir síðan 1996 og þar fremst í flokki er Zoho CRM. Með yfir  55 samþáttaðar rekstrarlausnir í boði fyrir sína rúmlega 80 milljón notendur sem eru frá fyrirtækjum um allan heim. Zoho kerfin eru notuð af fyrirtækjum eins og Amazon, L’Oreal, Netflix, Siemens, Mi, Levi’s og svo mætti lengi telja.

zoho one

Kynntu þér stýrikerfi
fyrir reksturinn

Háþróuð nálgun Zoho á viðskiptahugbúnaði gefur þér eitt samþáttað og sérhannað kerfi til að vinna snjallara og vaxa hraðar.

Zoho One samanstendur af yfir 35 forritum sem öll eru samtengd. Þetta eru öll forrit og öpp sem fyrirtækið þarf til að sinna og þjónusta viðskiptavini sína. Til dæmis með markaðs- og söluforritum (CRM, salesIQ, Forms, Campaigns, Meeting og Survey), þjónustuforritum (Desk, Assist, Lens og salesIQ), Starfsmannaumsjón (People, Recruit og Shifts) og Verkefnastýring (Projects og Sprints).

Þetta er einungis hluti af þeim yfir 35 verkfærum sem þú færð ef þú ert með áskrift af Zoho One.

Forrit í Zoho One

Zoho crm
Zoho CRM

Fullkomin yfirsýn yfir sölupípuna, samskiptasöguna, tækifærin og auðveld eftirfylgni til að klára sölur í notendavænu umhverfi.

Samþáttun við Uniconta er möguleg.

Zoho desk
Zoho Desk

Þjónustuborð og öflugt beiðnakerfi sem getur sótt í sama viðskiptamannagrunn og CRM kerfið. Hærra þjónustustig með minni fyrirhöfn.

Zoho projects
Zoho Projects

Öflugt, yfirgripsmikið en jafnframt auðvelt verkefnastjórnarkerfi. Mikil áhersla á samvinnu milli aðila og skipulagi á verkefnum.

Zoho salesIP
Zoho SalesIQ

Netspjall, vefsíðueftirlit og vefumferðargreining sem er beintengd við viðskipamannagrunn og stuðlar að auknu þjónustustigi.

Zoho forms
Zoho Forms

Útbýr glæsileg vefform sem safnar upplýsingum og tengist beint í CRM, Desk eða aðrar Zoho lausnir.

zoho analytics
Zoho Analytics

Skýrslugerð og lykiltölugreining sem spannar allar Zoho vörur þínar og birtir þér raungögn til yfirsjónar hvenær sem er.

zoho sign
Zoho Sign

Rafrænar undirskriftir fyrir allar aðstæður. Utanaðkomandi skjöl eða senda tilboð/samninga til undirritunar beint úr CRM.

zoho campaigns
Zoho Campaigns

Póstlistakerfi sem sendir markpósta samkvæmt ströngustu GDPR stöðlum og birtir opnanir niður á viðskiptavini í CRM og Desk kerfinu.

zoho assist
Zoho Assist

Zoho Assist sér fyrirtækjum um allan heim fyrir öruggum skýjatengdum fjaraðgangshugbúnaði til að veita fyrsta flokks þjónustuupplifun. Komdu á öruggum tengingum við tölvur, farsíma og netþjóna með auðveldum hætti. Prufaðu bestu fjarstuðningslausn iðnaðarins.

zoho lens
Zoho Lens

Með Zoho Lens, fjaraðstoðarhugbúnaðinum okkar sem byggir á auknum veruleika.  Geturðu skoðað vandamál í búnaði allt frá verksmiðjuvélum til netþjóna. Hvenær sem er, beint frá skrifborðinu þínu með því að fá aðgang að snjallsímamyndavél notanda á afskekktum stað.

zoho vault
Zoho Vault

Gleymdu því að leggja lykilorðin á minnið. Leyfðu okkur að gera það fyrir þig. Zoho Vault er öruggur lykilorðastjóri sem stjórnar lykilorðunum þínum á öruggan hátt og fyllir þau út sjálfvirkt á vefsíðum og forritum.

Zoho Social

Tímasettu samfélagsmiðlafærslur fram í tímann, fylgdu því sem skiptir máli og búðu til sérsniðnar skýrslur til að greina árangur þinn á samfélagsmiðlum með Zoho Social.

Zoho Survey
Zoho Survey

Búðu til könnun á nokkrum mínútum. Náðu til viðtakanda á tölvu, farsíma eða öðru snjalltæki. Skoðaðu niðurstöður könnunar myndrænt eða í rauntíma.

Zoho WorkDrive
Zoho WorkDrive

Umbreyttu því hvernig hópurinn þinn vinnur saman – Sjáðu þeim fyrir öruggu, sameiginlegu vinnusvæði, svo hugmyndir þeirra eigi samastað frá hugmynd yfir í veruleika. Búðu til, útfærðu, breyttu og láttu hópvinnuna þróast.

Zoho Meeting
Zoho Meeting

Zoho Meeting er öruggur netfundavettvangur og vefnámskeiðslausn. Lausn sem hjálpar fólki að finna nýjar leiðir til samstarfs með skilvirkri fjarvinnu. Bættu upplifun þína af fjarsamstarfi í dag með öruggum fundahugbúnaði frá okkur.

Zoho Cliq
Zoho Cliq

Zoho Cliq einfaldar samskipti hópsins þíns með skipulögðum samtölum, auðfundum upplýsingum og tengingum við tækin sem þú elskar. Hópavinna, hvaðan sem er.