Rafræn innheimta
– engin pappír!

Svar hefur í samstarfi við Debitum samþáttað Uniconta og rafræna fruminnheimtu frá Debitum. Hér er um heildstæða lausn að ræða, allt frá stofnun á viðskiptakröfum í bankanum yfir í rafrænar áminningar um ógreidda reikninga. 
 
Viðskiptavinurinn fær áminningu í tölvupósti eða með SMS um að reikningur sé kominn fram yfir eindaga/gjalddaga. Allt ferlið er rafrænt, sjálfvirkt og skilvirkt. Þú stillir dagsetningar á skilaboðum og í raun allt innheimtuferlið.

Innheimtan er þér að kostnaðarlausu og getur kostnaður við að stofna, breyta eða fella niður kröfu lækkað. Ef þú óskar eftir því að breyta gjalddaga gerir þú það í einföldu viðmóti án viðbótar kostnaðar fyrir þig. Þannig verður innheimtan auðveldari og skilvirkari en áður hefur þekkst. Okkar reynsla er að skilvirkni getur aukist um allt að 30-40% frá eldri innheimtuaðferð. 

Ef þörf er á að setja kröfuna í milli- eða lögheimtu getur Debitum séð um það sjálfvirkt. Vertu í sambandi við Svar og við tengjum þig við nútíma innheimufyrirtæki án gamaldsdags innheimtubréfa og snigla pósts sem yfirleitt berst allt of seint til viðskiptavina sem eru í vanskilum. Nánari upplýsingar um Debitum er að finna á heimasíðu þeirra www.debitum.is