Dineout hefur haslað sér völl hjá veitingahúsum landsins undanfarin ár. Dineout er með lausnir fyrir borðapantanir, panta mat heim og kassakerfi. Kerfið er einfalt í notkun og vinnur á Android eða IOS stýrikerfinu. Því eru einfaldar spjaldtölvur nægjanlegur búnaður fyrir veitingastaðina. Sjá nánar um Dineout á heimasíðu þeirra www.dineout.is
Svar hefur hafið samstarf við Dineout og er unnið að samþáttun á Dineout og Uniconta. Við reiknum með að samþáttunin verði tilbúin núna á fjórða ársfjórðung 2022.
Vörulager/matseðlar eru í Dineout en viðskiptavinir eru stofnaðir í Uniconta og Uniconta sér um meðhöndlun þeirra viðskiptavina sem hafa heimild til að versla í reikningsviðskiptum. Í Uniconta eru viðskiptavinir stofnaðir með þeim kjörum og skilmálum sem samið er um hverju sinni.
Færslur á reikningum viðskiptavina sem ekki eru í staðgreiðslu eru gerðir í Uniconta. Allar fjárhagslegar færslur, færslur frá færsluhirðum og bankasamskipti eru í Uniconta. Einnig eru útsendingar rafrænna reikninga í Uniconta.
Ef um reglubundnar úttektir viðskiptavina er að ræða er þeim safnað upp í Uniconta og einn reikningur sendur í lok hvers mánaðar. Mikil handavinna sparast og öll mánaðarleg vinnsla minnkar verulega.
Svar hefur líka hafið bókhaldsþjónustu og getur séð um öll uppgjör og bókhaldsvinnu á mjög svo hagstæðum verðum. Mörg fyrirtæki hafa verið að spara háar fjárhæðir með því að láta Svar sjá um allt bókahaldið.