Digitizer
umbreyttu PDF skjölum í rafræna reikninga.

Eitt af vandamálum við umbreytingu kostnaðarreikninga í starfræn skjöl hefur verið að PDF skjöl eru ekki rafræn í réttum skilningi orðsins. Í raun er PDF reikningur mynd af reikningi sem hefur borist og er ekki rafrænt skjal.

Myndin (PDF) er ein heild og hefur ekki verið hægt að lesa inn reitina hvern fyrir sig. Það er ekki fyrr en nú með Digitizer sem við getum umbreytt PDF skjali í rafrænt skjal sem síðan umbreytir því í rafrænan reikning sem birtist síðan í stafræna innhólfinu í Uniconta og er tilbúið til bókunar. PDF skjalið er til staðar á bak við rafræna reikninginn og er alltaf hægt að bera saman rafræna skjalið og PDF skjalið.

Digitizer
- Hver er ávinningurinn?

Ertu orðin leiður á pappírsreikningum og möppum? Ertu tilbúinn til að hætta að taka á móti pappírsreikningum og losna við vinnuna því samfara? 
Hættu að taka á móti reikningum á pappír. Nú er komin lausn sem umbreytir pappírsreikningum eins og PDF, JPEG, PNG og tölvupósttengdum reikningum í rafræna reikninga með nokkrum smellum.

Hvernig virkar
Digitizer?

Digitizer vinnur þannig að hægt er að ”kenna” Digitizer á reitina á PDF skjalinu. Það er gert með því að kenna gervigreindinni sem vinnur með Digitizer á einstaka reiti á PDF skjalinu. Það getur þurft að kenna og hjálpa forritinu í 3-4 skipti við að þekkja viðkomandi snið sem berst. Því er Digitizer með sniðmát fyrir hvern PDF reikning sem berst og lærir á að lesa PDF skjalið rétt. 

Digitizer notar Machine Learning ML og gervigreind (AI) til að draga gögn úr pappírs- reikningum og breyta þeim í rafræna reikninga með lágmarks mannlegri íhlutun.
Þessi tækni gerir Uniconta bókhaldskerfinu þínu kleift að lesa pappírsreikninga og umbreyta í  rafræna reikninga tilbúna til samþykktar og bókunar.
Þó að það gæti þurft að sannreyna upplýsingarnar þá er ferlið, í stórum dráttum, sjálfvirkt og getur unnið án mannlegrar íhlutunar eftir að sniðmátinu hefur verið kennt að lesa PDF skjalið nokkrum sinnum. 

Uniconta öflugt en einfalt bókhaldskerfi

Rafrænn
reikningur

Með Digitizer sem hluta af bókhaldskerfinu þínu geturðu unnið alla reikninga rafrænt sem gerir fyrirtækinu kleift að opna fyrir víðtækari ávinning af rafrænni meðhöndlun. Þannig geturðu búið til samræmi á öllu rafrænu ferlinu þínum, þar með talið XML, PDF o.s.frv.

Nákvæmni
eykst

Digitizer bætir verulega nákvæmni PDF reikninga. Lausnin er afar háþróuð þökk sé undirliggjandi gervigreindartækni Digitizer og verður hún snjallari eftir því sem hún breytir fleiri PDF skjölum í rafræna reikninga.

Uniconta bókhaldskerfi er byggt á nýrri tækni
Tímaskráningarkerfi frá Svar

Birgjar þurfa ekki að
breyta sínum sendingum

Birgjar þurfa ekki að breyta reikningssniðum sínum. Þess í stað munu þeir senda reikningana sína eins og venjulega og þeim verður sjálfkrafa breytt í rafræna reikninga. 

Helstu kostir
Digitize:

  • Hraðari úrvinnsla reikninga.
  • Auðveld innsýn í rauntímareikninga inn í Uniconta.
  • Bætt nákvæmni, minni hætta á villum.
  • Betri afstemming á reikninga.
  • Varðveisla gagna með litlum tilkostnaði, engar möppur eða pappír.
  • Aukið gagnsæi.
  • Aukin ánægja starfsmanna, minni handavinna.
  • Aukin sjálfvirkni og skilvirkni.
Uniconta er nútíma bókhaldskerfi sem vinnur fyrir þig