Uniconta
Boð- og Raðgreiðslur

Uniconta Boð- og Raðgreiðslur er lausn sem við hjá Svar höfum þróað fyrir Uniconta. Þetta er tenging við ValitorPay greiðslumiðlun.
Valitor

Hvað er
Boðgreiðsla

Boðgreiðsla er innheimta í gegnum ValitorPay þar sem hægt er að greiða með greiðslukorti endurteknar greiðslur mánaðarlega í ákveðin tíma.
Uniconta geymir ekki kortanúmerið heldur sendir það til Valitor og fær til baka sýndarnúmer til að nota í greiðsluviðskiptunum til framtíðar. Dæmi um slíka notkun væri t.d. ef keypt er áskrift sem greitt er fyrir einu sinni í mánuði fyrir fyrirfram ákveðna eða breytilega upphæð og varan getur verið mismunandi milli mánaða eða alltaf sú sama. 

Uniconta sendir út reikning rafrænt eða í tölvupósti en einnig er hægt að senda á pappír sé þörf á því. 

Uniconta fær frá ValitorPay greiðsluyfirlit sem fer inn í dagbók Uniconta og bókast þar á móti reikningi viðkomandi viðskiptavinar. Þannig er viðskiptavinur afstemmdur við greiðsluna í viðskiptamannakerfinu og færslur í Fjárhag verða til. 

Hvað er
Raðgreiðsla?

Helsti munur á raðgreiðslu og boðgreiðslu er sá að þá er verið að skipta greiðslu í margar greiðslur eða dreifa greiðslum á einhverja mánuði. Upphæðinni sem verslað er fyrir er þá skipt t.d. í 10 greiðslur og sér Uniconta um að halda utan um greiðslurnar og senda inn til ValitorPay  

Þetta getur verið gert t.d. einu sinni í mánuði þar til upphæðin hefur verið greidd að fullu. 

Reikningur er sendur út fyrir heildargreiðslunni á viðkomandi viðskiptavin. 

Uniconta fær svo upplýsingar frá ValitorPay um greiðsluna þegar hún berst. Greiðslan færist inn í dagbókina í Uniconta og er færð í fjárhag og inn á viðkomandi viðskiptavin.