Sérsniðin lausn
að þörfum bókhaldsstofa og endurskoðendastofa

Mynd 1

Varðan er sérsniðið CRM kerfi með þarfir bókhalds- og endurskoðendastofa í huga. Hvort sem þú ert með 15 eða 1500 fyrirtæki í bókhaldsþjónustu þá er Varðan fyrir þig.


Inni á viðskiptamannaspjaldinu eru helstu upplýsingar um fyrirtækið, upplýsingar um forráðamann, listi yfir tengiliði fyrirtækisins ig ábyrgðarmann innanhúss. Hægt er að senda tölvupósta beint úr Vörðunni og hringja í símkerfinu í tölvunni.

Varðan heldur utan um hvers kyns bókhaldsliði líkt og reikna laun, borga laun, skilagreinar og vsk skil, ábyrgðaraðila fyrir hvern verkþátt og skipurit yfir hvort búið er að afgreiða verkþættina svo eitthvað sé nefnt. Einnig heldur Varðan utan um verkþætti sem tengjast ársreikningagerð, líkt og hlunnindamiða, launamiðaskil, eigendareikning og óráðstafað eigið fé ásamt öðru.

Í Vörðunni er innanhúss-skilaboðaskjóða þar sem starfsmenn geta skilið eftir skilaboð til hvors annars varðandi þennan tiltekna viðskiptamann og hægt að skrifa ný skilaboð innan úr Vörðunni.

Inni á viðskiptamannaspjaldinu er pósthólf þar sem allir tölvupóstar sem fara á milli fyrirtækisins og tengiliðanna sem eru tengdir í CRM kerfinu.

Viðhengi eiga sinn stað í Vörðunni en þar safnast saman öll viðhengi sem fara á milli manna í tölvupóstum og þau sem eru vistuð beint á viðskiptamannaspjaldið.

Zoho Workdrive á sitt pláss í Vörðunni en þar geymast öll skjöl stór og smá, ásamt AML vottunum.

Þá má ekki gleyma samningunum úr Zoho Contracts, en það er hægt að útbúa samning beint úr Vörðunni á viðskiptamann á örskotstundu.

Neðst eru svo rafrænar undirritanir úr Zoho Sign.