HUGMYNDAFRÆÐIN OKKARSamþáttaðar Rekstrarlausnir

Framfarir í tækninni gera okkur kleift að gera hluti sem áður voru svo gott sem ómögulegir. Sjálfvirknin er komin!

Nútíma viðskiptaumhverfi á öllum sviðum atvinnulífsins gera sífellt meiri kröfur um hraða, einfaldleika og sjálfvirkni. Tæknimál fyrirtækja þurfa að fylgja kröfum samfélagsins eftir. Með hraðri framþróun á almennum markaði getur verið erfitt og kostnaðarsamt fyrir fyrirtæki að fylgja þeim kröfum eftir.

Þar til nú!  Staðlaðar aðlagaðar lausnir sem búa yfir nýjustu tækni færa rekstraraðilum það sem hefur vantað hingað til. Ekki er lengur þörf á endalausum sérskrifum, sér þróun og háum innleiðinga- kostnaði. Hver deild vinnur í því umhverfi sem hentar best, og með API forritaskilum tala kerfin saman án vandræða.

bt_bb_section_bottom_section_coverage_image

HVAÐ ÞÝÐIR ÞETTA FYRIR ÞIGVið hjálpum þér
að ná árangri

Markmið okkar er að gefa öllum fyrirtækjum jafnt tækifæri til nútíma tæknilausna á viðráðanlegu verði

Það er ekkert fyrirtæki of lítið né einhver rekstur of flókinn að hann eigi ekki erindi í endurskipulagningu á tækni-innviðum sínum. Við hjá Svar erum sérfræðingar í að skipuleggja umbætur á tæknimálum fyrirtækja með þeim forsendum að auka skilvirkni, arðbærni og bæta vinnuaðstæður.

Að geta unnið í vandræðalausu og viðhaldslitlu tækniumhverfi er eitthvað sem flestir hafa hingað til aðeins getað dreymt um. Nú er öldin önnur! Lægri kostnaður, meiri tímasparnaður, meiri sjálfvirkni, betri yfirsýn, skilvirkara vinnuumhverfi og ánægðara starfsfólk er ekki lengur bara draumur.

bt_bb_section_bottom_section_coverage_image
HVER ER MUNURINN?

Gamli tíminn
vs. Nútíminn

Skýjalausnir sem skalast niður í minnstu einingar upp í stærstu samsteypur. Allir njóta góðs af allri þróun.

Í eldri viðskiptakerfum voru sér lausnir yfirleitt skrifaðar inn í sjálf viðskiptakerfin. Kerfin voru sett upp á netþjónum innandyra og var rekstrarkostnaður oft ansi mikill og krafðist sérþekkingar.

Uppfærslur voru sértækar og kröfðust oft á tíðum nýrrar innleiðingar, fyrirtækin veigruðu sér við að uppfæra sökum mikils kostnaðar.

Þær breytingar sem hafa átt sér stað undanfarið eru netþjónar innanhúss eru að hverfa og tilheyra þeir gamla tímanum og eldri lausnum. Nú eru þróunin sú að skýja lausnir eru að taka við innandyra netþjónum.

Megin ástæða þess að skýjalausnir eru framtíðin er þríþætt:

  1. Með tilkomu ljósleiðarans skiptir ekki lengur máli hvar gögnin eru geymd, þau birtast á broti úr sekúndu hvar sem þau eru í heiminum.
  2. Í skýjalausnum, þar sem allir eru í sömu útgáfunni af lausninni, er hagkvæmnin margföld. Uppfærslur og framþróun er dreifist á marga aðila. Kerfin verða ódýrari og skilvirkari.
  3. Nútíma forritaskil eða API tengingar gera það að verkum að mismundani forrit tala saman á auðveldan hátt. Skilgreindur API í einu forriti talar við annað forrit á þekktu sniði án vandamála.

Hver man ekki eftir eldri útgáfum af Word, Excel og Power Point áður en þær lausnir urðu skýjalausnir. Kostnaður var mikil og kerfin töluðu illa saman. Í dag er engin að hugsa lengur um nýjar úgáfur af Microsoft 365, þær koma reglulega og kosta ekkert aukalega.

Greitt er fast lágt mánaðargjald, sem er í raun ótrúlega lágt miðað við þá lausn sem fylgir með, þó svo að flestir noti aðeins hluta af henni.

Nútíma upplýsingakerfi eins og Uniconta eru  einmitt slík lausn. Innleiðing er yfirleitt mun minni en eldri kerfin voru, uppfærslur og nýjungar koma á 5-6 vikna fresti, mánaðargjöldum er verulega stillt í hóf.

Sérlausnir fyrir íslenska markaðinn eru gerðar einusinni fyrir alla þá sem eru að nota Uniconta. Má þar nefna t.d. rafræna reikninga, samskipti við banka, tollakerfi og vsk. skil. Allt er þetta rafrænt og innbyggt í grunnkerfi Uniconta.

Tímasparnaður

Aðlagaðar lausnir með rauntíma gagnatenginum bjóða upp á mikinn tímasparnað

Hagkvæmara

Án aukins kostnaðar vegna sérskrifa, þróunar eða uppfærsla. Bara mánaðargjöld

Notendavænna

Hámarkar ánægju og afköst starfsmanna með þægilegra og notendavænna vinnuumhverfi

Skilvirkara

Einfalt að birta rauntölur úr rekstrinum til að hámarka yfirsýn og bregðast þannig fyrr við frávikum
bt_bb_section_bottom_section_coverage_image

HVAÐ MEÐ KERFI SEM ÉG ÞARF AÐ NOTA?Við tengjum allt
sem hægt er

Í þeim tilfellum sem einhver núverandi kerfi eru nauðsynleg, þá vinnum við með þér í að aðlaga og endurskipuleggja tækniumhverfið þitt eins og kostur er

Við hjá Svar höfum fjölda lausna sem við vinnum með að staðaldri og við höfum samþykkt vegna þess að þau fylla öll þau ströngu skilyrði sem við setjum. Það koma þó eðlilega stundum tilfelli þar sem þarf að notast við eldri kerfi eða kerfi sem sett eru upp á þann hátt að erfitt er að tengjast þeim án forritunar.

Við höfum mikla reynslu af því að setja upp hagkvæmt og skilvirkt tækniumhverfi utan um þessi “legacy” kerfi og veita þannig fyrirtækjum eins sjálfvirkt og notendavænt umhverfi eins og kostur er hverju sinni. Þarna spilar þekking og reynsla af samþáttunum stórt hlutverk til að árangur sé tryggður

bt_bb_section_bottom_section_coverage_image
LAUSNIR SEM VIÐ HÖFUM SAMÞYKKT

Þaulreyndar lausnir
notaðar um allan heim

Lausnir sem við aðhöllumst hafa verið greindar í þaula til að tryggja að arkitektúr þeirra og uppbygging samræmist kröfum um skalanleika og notendavæni

Uniconta er sveigjanlegt bókhalds- og viðskiptakerfi sem býður uppá fjölmarga tengimöguleika. Kerfið er í windows umhverfi og hefur mikla aðlögunarhæfni. Það keyrir á APPi sem býður uppá gríðarlegan hraða og þægilegra umhverfi. Sjálfvirkni og nútímavænir eiginleikar einkenna Uniconta.

Uniconta
Bókhaldskerfi

UNICONTA

Intempus er tímaskráningarkerfi sem kemur í staðinn fyrir tímaskýrslur á blöðum. Intempus appið er frábært verkfæri fyrir starfsmenn í mörgum mismunandi verkum. Með aðeins fáeinum smellum eru tímar, efni og annað skráð og birtist á svipstundu á stjórnborði yfirmanns.

Intempus
Verkskráningakerfi

INTEMPUS

Með starfsemi í yfir 180 löndum og notað af 150.000 fyrirtækjum um allan heim er Zoho CRM kerfið eitt stærsta viðskiptatengslakerfi heims. Með endalausri aðlögunargetu og fjölmörgum tengimöguleikum færir þú söluhluta fyrirtækisins í framúrskarandi umhverfi með Zoho CRM

Viðskiptatengsl

ZOHO CRM

Nútímasímkerfi gera flókna hluti einfalda. Með kerfinu er leikur einn að flytja símtöl á milli samstarfsfélaga hvort sem er í bein númer eða farsíma. Einfalt er að tengja saman útibú óháð staðsetningu, allir vinna saman í einu
nútímasímkerfi.

Swyx
Símkerfi

SWYX

Tamigo vakta- og tímastjórnunarkerfið auðveldar alla umsýslu með rekstur vakta. Allir starfsmenn sem eru á vöktarplaninu hafa sína stundartöflu og hægt er að skipta milli vakta innbirgðis. Möguleiki er á að kostnaðargreina hvern starfsmann, vaktir og deildir. Gögn til launavinnslu er hægt að taka úr kerfinu.

Tamigo
Vaktastjórnun

TAMIGO

UniShop tengir vefverslun við Uniconta sem einfaldar alla umsýslu. Vörur og sölupantanir flæða sjálfvirkt á milli vefverslunar og Uniconta, þar sem birgðir og sölureikningar uppfærast í rauntíma. Birgða- og verðstýring gerist í Uniconta og merkt við þær vörur sem eiga að birtast í vefversluninni.

Vefverslunartenging

UNISHOP