Við hjá svar sjáum um bókhaldsþjónustu fyrir fjölda fyrirtækja. Við höfum einnig unnið að stofnun fyrirtækja og veitt ráðgjöf um rekstrarform þeirra allt eftir þörfum og óskum hvers og eins.
Við veitum ráðgjöf og leiðbeiningar um hvaða rekstrarform er hagstæðast fyrir þinn rekstur ásamt því að við sjáum um að nauðsynlegum gögnum sé komið til réttra aðila.
Einnig sjáum við um skattalega ráðgjöf við reksturinn og eigum í samskiptum við opinbera aðila þegar þess er þörf.
Við getum einnig séð um ársreikninga og framtalsgerð fyrir lögaðila og einstaklinga sem eru í atvinnurekstri.
Hjá okkur starfar löggiltur endurskoðandi með áratuga reynslu við rekstrar og skattaráðgjöf. Þú ert því í öruggum höndum hjá Svar.