Omnichannel Contact CenterXcally
Þjónustuvers lausn

XCALLY Omni-Channel Þjónustuvers lausn.
Ein miðja - endalausar rásir.
Xcally

Svar hefur hafið samstarf við XCALLY sem er nýtískulegur Omni Channel hugbúnaður sem samþáttar ólíkar rásir eins og símtöl, tölvupóst og samfélagsmiðla í eina miðju fyrir þjónustuver.

XCALLY er notað af þjónustuverum í yfir 60 löndum vegna frábærra eiginleika þess eins og Omni Channel samþáttunar hjálparsvörun, tengiliðastjórnun, rauntíma stjórnborð og eftirlit. Greiningar- og skýrslugerð og samþáttun við aðrar lausnir.

omnichannel-call-center-software

Lausnin frá Xcally er öflug, þægileg og auðveld í notkun.

Öflug þjónustuver mæta viðskiptavinum sínum þar sem hann vill hafa samband hvort sem það er með símtali, SMS, tölvupósti, Chat eða Facebook. Viðskiptavinurinn velur einfaldlega þá rás sem hentar honum best í það skiptið og honum líður vel með.

Xcally gerir þér kleift að einbeita þér að vinsælustu rásunum þar sem viðskiptavinir þínir vilja vera á hverjum tíma.

Þú kynnist viðskiptavinum þínum betur og þú getur haft við þá samskipti og tengst þeim yfir þá rás sem hann kýs að hafa samskipti á.

Á þessum mjög svo miklu samkeppnis tímum búast viðskiptavinir við því að geta átt samskipti á þeirra forsendum og á þeim tæknibúnaði sem hentar þeim hverju sinni.

Samskiptin geta hafist með tölvupósti og haldið síðan áfram í gegnum samfélagsmiðla eins og t.d. Facebook Messenger. Í þessu tilfelli er mjög mikilvægt fyrir hvern aðila í þjónustuverinu að vera meðvitaður um ferðir viðskiptavinarins og samskipti frá mismunandi rásum og forðast endurtekningu á ferlinu bæði til viðskiptavinarins og starfsmannsins.

Stjórnendur geta á auðveldan hátt stjórnað viðmóti hvers og eins þjónustuvers starfsmanns og hvaða rásir hann sér í sínu viðmóti. Það eru því engir aukaflipar sem eiga ekki við hjá viðkomandi þjónustuversaðila.

realtime-omnichannel-contact-center
internal-chat

Öll vegferð viðskiptavinarins verður aðgengileg öllum starfsmönnum í þjónustuverinu.

Xcally þjónustuvers starfsmaður getur líka nýtt sér einfalt CRM kerfi sem fylgir með. Til dæmis yfir tengiliði og lista sem eru fyrir fram skilgreindir. Þannig er hægt á auðveldan hátt að gera upplifun þjónustuversins betri og einnig gefið betri yfirsýn yfir viðskiptavininn.

Auðvelt er að sækja samskiptaupplýsingar viðskiptavinarins og það gerir þjónustuvers starfsmanninum kleift að fylgjast með lausnum viðskiptavinarins. Öll samskipti við viðskiptavini eru geymd á einum stað miðlægt t.d. í samþáttuðu CRM kerfi.

Xcally
Staðreyndir

Omni Channel

Samtal, SMS, vefspjall, tölvupóstur og samfélagsmiðlar allt í einni sameinaðri lausn – miðju! Þjónustuverið starfar sem einn maður; allir sjá hvað búið er að gera og hvað er eftir að gera.

Tengiliðastjórnun

Stjórnaðu upplýsingum viðskiptavina þinna og fylgstu með samskiptum þeirra á mörgum rásum!

API samþáttun

Þú getur samþáttað ýmsar lausnir við Xaclly í gegnum API samþáttun, þannig getur þú nýtt gögn frá gagnagrunnum sem þú þegar hefur yfir að ráða.

Agent Web GUI og Softphone

Þjónustuvers starfsmenn geta skráð sig inn í mismunandi biðraðir, meðhöndlað samskipti og stjórnað mörgum samskiptum í einu í samræmi við úthlutaða hæfni þeirra.

Rauntíma vöktun

Notaðu rauntíma  upplýsingar til að fylgjast með framistöðu þjónustufulltrúa og gerðu breytingar á svörun ef þörf er á.

Greiningar og skýrslur

Greining gagna og frammistöður í gegnum skýrslur okkar sem eru tilbúnar til notkunar eða byggja á þínum eigin sérsniðnu skýrslum.

Sérsniðin mælaborð

Sérhvert þjónustuver er í sjálfu sér einstakt. Settu upp þín eigin sérsniðnu mælaborð til að fylgjast með og bæta upplýsingar þínar í rauntíma!

Sjálfvirkni & kveikjur

Láttu hlutina gerast sjálfkrafa í samræmi við áður skilgreindar tímasetningu og aðgerðir.

AutoDialer

Hámarkaðu taltíma starfsmanna með því að nota sjálfvirkar úthringingar.

Hjálpar svörun - IVR kerfið

Hannaðu á auðveldan hátt hjálparsvörun eða IVR fyrir fyrirtækið þitt.  Virkar eins og sjálfvirkur aðstoðarmaður; hægt að gera ánægjukannanir viðskiptavina, hringja til baka og margt fleira.

Greiningar og skýrslur

Meðhöndlaðu símtöl með því að nota Motion Web Real Time Communication Bar (WebRTC) sem er samþáttaður inn í Omni Desktop notenda viðmót.

Innra skilaboðakerfi – Spjall rás

Spjall fyrir innandyra notkun; auðvelt fyrir starfsmenn að eiga samskipti á spjalli sem er innbyggt í Xcally, þannig er hægt að leysa mál fljótt og vel á einfaldan hátt.

Ef að þú segir sannleikann þarftu ekki að muna neitt.

– Mark Twain

bt_bb_section_bottom_section_coverage_image