Payday Laun
Launakerfi

Payday laun er samþáttað við Uniconta. Við hjá Svar teljum Launakerfi eigi vera sjálfstæð eining og ekki inn í hefðbundnum upplýsingakerfum. Öryggi gagna er betur tryggt í sér kerfi sem er vistað í skýinu og er með sín öryggismál aðskilin frá upplýsingakerfunum. Auðvelt er fyrir marga nálgast gögn sem eru inni í upplýsingakerfunum með smá þekkingu á gagnagrunnum 

Uniconta og
Payday Laun

Payday laun er í stöðugri þróun og vinnur Svar náið með Payday í þróun á kerfinu. Payday hefur tekið miklum breytingum síðustu ár og er enn í mikilli þróun, allt eftir óskum notanda. Payday hlustar vel á viðbætur og óskir notenda. Teljum  við að Payday sé ein af betri lausnum í launakerfum á markaðinum í dag fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. 

Samþáttuninn á milli Payday og Uniconta er þannig að eftir launakeyrslu fara allar samtölur frá Payday yfir í Uniconta. Samtölur, heildarlaun, lífeyrissjóðir og aðrar skilagreinar fara inn í Fjárhag Uniconta. 

Payday er mjög sjálfvirkt og skilvirkt og sendir allar skilagreinar sjálfvirkt á þeim dögum sem óskað er eftir. Vinnan við launakerfið verður leikur einn um leið og þú hefur náð tökum á Payday Laun. 

Helstu kostir
Payday Launa eru

  • Kerfið er skýjalausn, hægt vinna hvar sem er.
  • Fast mánaðargjald eftir stærð fyrirtækisins.
  • Stöðugar nýjungar án aukakostnaðar.
  • Öflug og góð þjónusta í tölvupósti eða í spjalli.
  • Kerfið er mjög sjáfvirkt og auðvelt í notkun, skilar öllum skýrslum sjálfkrafa.
  • Launa reiknivél á netinu.