Uniconta samþáttað
Póststoð frá Póstinum

Póststoð fyrir Uniconta er samþáttun milli Uniconta og Póststoðina frá Póstinum. Lausnin virkar þannig að þegar sölupöntun er stofnuð sækir Uniconta viðskiptamanninn með afhendingarskilmálum. Það getur verið Póstsending eða Póstkrafa. Reikningar eru gerðir og síðan er hægt að stofna sendingu á einn reikning eða marga reikninga í einu með einum hnappi. Póststoðin stofnar þá skráninguna og prentar út merkimiðann sem er síðan settur á sendinguna.  
 
Þannig er viðkomandi sending skráð í Póststoðinni og allar tvískráningar heyra sögunni til. Síðan er auðvelt í Uniconta að sjá hvaða viðskiptavinir hafa fengið Póstsendingu og hverjir hafa fengið Póstkröfu senda. Öll rakning á sendingunni er síðan í Póststoðinni. 

Helstu kostir samþáttunar
Uniconta og Póststoðar

  • Skilmálar á sölunni eru settir í Uniconta, Póstsending, Póstkrafa.
  • Engin tvískráning, minnkar alla handavinnu.
  • Merkimiði prentast út sjálfkrafa eftir reikningur hefur verið stofnaður.
  • Eftirfylgni sendingar og skráning er í Póststoðinni.
  • Auðvelt skoða í Uniconta hverjir hafa fengið Póstsendingu eða Póstkröfu. 

Póststoð frá Póstinum
hvað gerir hún?

  • Auðveldar þér skráningu og utanumhald ásamt umsýslu póstsendinga.
  • Póststoð er skráningarkerfi Póstsins
  • Sparar fyrirtækjum bæði tíma og vinnu við skráningu og utanumhald sendinga
  • Gerir notendum mögulegt að forskrá sendingar
  • Býr til miða með strikamerki sem hægt er að festa beint á sendingar
  • Minnkar allan innslátt á upplýsingum og vinnu á bak við sendingar
  • Nánar á vefsíðunni https://posturinn.is/fyrirtaeki/veflausnir/poststod/