Kassakerfi
– Uniconta Xpress

Kassakerfið Xpress fyrir Uniconta er í raun nýtt viðmót eða framendi á Uniconta. Xpress er þróað af Svar í samvinnu við Uniconta á Íslandi.
Xpress er því með alla eiginleika sem Uniconta hefur og erfir alla eiginleika þess án nokkurrar sérstakrar samþáttunar. Vegna þess að Xpress er hluti af Uniconta og vinnur eingöngu með Uniconta er uppsetning einföld og þægileg.  Engin sérstök uppgjör í lok dags, einungis tekin staða á peningum sem eiga að vera í kassanum.

Kerfið vinnur á Windows stýrikerfinu og nýtir sér hefðbundinn búnað svo sem snertiskjái, kvittanaprentara og peningaskúffu.

Kerfið býður uppá ýmsa möguleika og má þar nefna m.a.:

Skráðir viðskiptavinir í Uniconta eru aðgengilegir í Xpress með þeim skilmálum, verðsamningum og afsláttum sem eru skráðir í Uniconta á viðkomandi viðskiptamann. Allar stillingar í Uniconta eru líka í Xpress því Xpress er að vinna á sama grunni Uniconta og er í raun með sömu upplýsingar.

Sending rafrænna reikninga eða senda kvittun með tölvupósti er í Xpress.

Beintenging við Posa, hvort sem er þráðlaust eða ekki. Xpress vinnur með flestum færsluhirðum í dag.

Inneignir eða gjafakort eru hluti af Xpress og einnig er hægt að samþátta gjafakort við kaup á gjafakorti á netinu með WooCommerce netversluninni. Því er hægt að kaupa gjafakort í versluninni eða netinu og nýta það hvoru megin sem er. Þessi lausn er væntanleg.

Xpress bíður upp á Taxfree afgreiðslur.

Flýtihnappa uppsetning er auðveld og aðgengileg. Xpress notar sama birgðagrunn og Uniconta og eru því vörur sóttar í birgðaspjaldið og síðan settar upp sem flýtihnappar.

Tilbúnar pantanir sem þegar er búið að stofna eru aðgengilegar í Xpress, t.d. ef viðskiptavinur pantar á netinu, í tölvupósti, spjalli eða símtali er hægt að gera pöntunina tilbúna og sækja í verslun og fá vöruna afgreidda þar.

Hýsing og uppfærslur á Xpress eru innifaldar í mánaðargjöldum. Uppfærslur gerast sjálfkrafa þegar Xpress er endurræst. Sama virkni og í Uniconta, stýring á uppfærslum er miðlæg.

Svar býður einnig upp á bókhaldsþjónustu og ársreikningagerð og getur í raun séð um allan rekstur á bókhaldi fyrir reksturinn þinn.

Við útvegum líka allan búnað sem þarf til; snertiskjá, prentara, skúffu og skanna.

Kostir Xpress fyrir Uniconta

Taxfree
Tenging við Iceland Taxfree. Prentar út strimil fyrir viðskiptavin.
Netgíró
Tenging við Netgíro. Viðskiptavinurinn getur greitt með eða sett í raðgreiðslur með Netgíró.
Gjafakort
Hægt er að gefa út gjafakort úr Xpress fyrir Uniconta. Hægt er að samþátta það kerfi við vefverslun, þannig að hægt sé að greiða bæði í Xpress og á vefversluninni með gjafakorti.
Viðmót
Forritanlegir flýtihnappar eru í Xpress fyrir Uniconta. Flýtihnapparnir eru aðveldir í uppsetningu.
Beiðnakerfi
Hægt er að merkja ákveðna viðskiptavini sem þurfa að hafa beiðni til að taka út vörur eða þjónustur.
Erlend mynt
Xpress fyrir uniconta getur tekið á móti greiðslum í erlendri mynt. Gengi er sótt frá Seðlabankann og hægt er að stilla álag sem er lagt á upphæðina.
Inneignir
Hægt er að stofna til inneignar og greiða með inneign.
Afsláttur
Afsláttur erfist frá viðskiptavininum frá Uniconta. Hægt er að stilla hámarksafslátt í Xpress.
Reikningar
Hægt er að senda senda rafræna reikninga eða tölvupóst beint úr Xpress.
Posi
Beintenging við posa. Upphæðin færist beint í posann og minkar líkur á að gerð séu mistök.
Uppgjör
Einfalt kassauppgjör, peningar og gjaldeyrir. Skýrslur fyrir sölu á kassa og dag
Lager
Hægt er að sjá lagerstöðu á öllum vöruhúsum í Vörulista Xpress fyrir Uniconta.

Kassakerfis leiga
– Leigðu lausnina

Einnig er hægt að leigja alla lausnina á mánaðargjaldi og er þá öll þjónusta og búnaður þá  innifalin fyrir Xpress kerfið.

Verð á Xpress hugbúnaði og vélbúnaði ásamt uppsetningu og þjónustu er kr. 29.800,- kr. á mánuði án vsk. Leiga á Posa frá færsluhirði er ekki innifalin. Gerður er að lámarki 12 mánaða samningur sem framlengist síðan um þrjá mánuði í senn.

Vinsamlega athugið að greitt er fyrirfram fyrir þrjá mánuði við upphaf samningssins, síðan er rukkað mánaðarlega eftir það. Vinna við að setja upp Uniconta er rukkað sérstaklega fyrir, vinsamlega leitið tilboða í þá vinnu. Hafið í huga að það þarf a.m.k. einn server-notanda í Uniconta.

Innifalin hugbúnaður
og vél búnaður

Xpress fyrir Uniconta, aðgangur Uniconta er seldur sér, leitið tilboða í Uniconta einingar. 
Hugbúnaður fyrir Posa, samtengt Xpress. 
15,6” Snertiskjár með innbyggðri tölvu, J1900 örgjörvi, 8 GB minni, 128 GB SSD og Windows stýrikerfi. 
Lyklaborð og mús. 
Kvittanaprentari. 
Peningaskúffa lítil og nett 33 cm á breidd og 34 dýpt. 
Barcode skanni með snúru.

Innifalin
þjónusta

Vinna við uppsetningu og kennsla. 
Ábyrgð á vél og hugbúnaði, uppfærslur á hugbúnaði. 
Síma og fjarþjónusta á hugbúnaði, greitt er sérstaklega ef koma þarf á staðinn.

Viðbótarþjónusta
gegn aukagjaldi

 • Uniconta notendur og einingar, innkaup og birgðastýring.
 • Curio time, vaktaplan og stimpilklukka.
 • Payday launakerfi og launavinnsla.
 • Tenging við vefverslun WooCommerce eða Shopify.
 • Insight fyrir Uniconta og Xpress, lykiltölugreining.
 • Rafrænir hillumiðar.
 • Tínslulausnir.
 • Tengingar við heildsölu kerfi, bæði B2B og B2C.
 • Netbúnaður, Internettengingar, símkerfi.
 • Bókhaldsþjónusta frá Svar, uppgert á hverju vsk. tímabili.
 • Ársreikningur tilbúinn í mars ár hvert.