Bókhaldsþjónusta
– rekstrarráðgjöf

Við hjá Svar erum þeirrar skoðunar að vinna við bókhaldið eigi að vera án mikillar handavinnu, pappírslaust og alltaf uppfært. Gamli tíminn þar sem fyrirtækin fengu rekstraruppgjör jafnvel 5-8 mánuðum eftir að síðasta rekstrarári lauk er liðinn. Krafa nútímans er sú að bókhaldið sé uppfært nánast daglega og vinnan við bókhaldið sé án mikillar handavinnu.

Við viljum einnig að bókhaldið sé pappírslaust. Allt er sent og móttekið rafrænt. Ef kvittanir eru á pappír er þeim breytt í PDF skjöl og PDF skjölunum er síðan breytt í rafræn skjöl. Hlutverk bókarans breytist frá gamaldags innsláttarvinnu og fer að snúa meira að eftirliti og hagræðingu ásamt því að bæta reksturinn eins og kostur er hverju sinni.
Starfsmenn Svar

Þekking
– mannauður

Við hjá Svar leggjum metnað í að hafa hæft og vel menntað fólk innanborðs. Hjá okkur starfar fólk með víðtæka þekkingu og reynslu af rekstri, bókhaldi, launavinnslum, VSK skilum, framtalsgerð og skatta- og ársuppgjöri. Hjá okkur starfa viðurkenndir bókarar, viðskiptafræðingar með Macc gráðu, og löggiltur endurskoðandi. 

Hvað getum við
gert fyrir þig?

Við viljum vera skrifstofan þín, sjá um daglega umsjón á bókhaldi, færa bókhaldið, tryggja að allir lánardrottnar séu að senda inn rafræn skjöl, stemma af bankann og kreditkort og sjá til þess að allar fjárhagsfærslur séu rétt færðar í fjárhagsbókhaldinu. Við erum með drög að uppgjöri sem er nánast afstemmt við hver vsk. skil. Markmiðið okkar er að ársreikningurinn sé tilbúinn í mars á hverju ári eða eins fljótt og síðustu vsk. skilum fyrir líðandi ár hefur verið skilað. 
Við gerum launavinnslur og göngum frá öllum skýrslum, launaseðlum og launamiðum sem þarf að skila mánaðarlega og árlega. 
Við getum boðið upp á greiningarskýrslu með verkfæri sem við köllum Insight (sjá nánar undir lausna framboði okkar).

Svar býður nútíma skýjalausnir
Uniconta er nútíma bókhaldskerfi sem vinnur fyrir þig

Hvað gerir
þú?

Hlutverk þitt verður að samþykkja alla reikninga sem má færa í fjárhagsbókhaldið.  
Við notum samþykktarkerfið í Uniconta þar sem þú getur á auðveldan hátt farið yfir og samþykkt alla reikninga. Ef þú þarft á því að halda að starfsmenn skrái tímaskráningar fylgir þú því eftir í lausnum frá okkur (sjá nánar um lausnirnar okkar á heimasíðunni). 
Þú gerir reikninga á viðskiptavini nema um sé að ræða einfalda reikninga þá getur Svar séð um það. 
Þú sérð um að greiða reikninga sem búið er að samþykkja og á krafa að vera til staðar í bankanum fyrir því sem á að greiða hverju sinni.