Fréttabréf Uniconta | Desember 2023

December 15, 2023

   
   

  

Uniconta Heildsölukerfi B2B                                       

Svar hefur hafið sölu á heildsölukerfi beintengt við Uniconta. Markmiðið er að heildsalar geti veitt viðskiptavinum sínum aðgang að sjálfsafgreiðslu.

Viðskiptavinir geta séð: Úttektarheimild sína, úttektarstöðu og greiðsluskilmála.
Einnig sjá viðskiptavinir sín verð, reikninga, pantanir og fleira. Hægt er að velja um mismunandi afhendingarmáta og greiðslumáta. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum og á https://svar.is/uniconta-b2b/


                 

Uniconta kassakerfi Uniconta Xpress  

Uniconta Xpress er beintengt Uniconta og erfir marga eiginleika frá Uniconta. Í raun er Xpress nýtt viðmót á Uniconta sem hentar í  verslunarrekstur. Kerfið býður m.a. upp á viðskiptareikninga, rafræna og PDF reikninga. Taxfree, gjafakort og margt fleira. Xpress er beintengt við Posa og því minni hætta á villum við afgreiðslu. Nánari upplýsingar hjá sölumönnum og líka inn á https://svar.is/xpress/


  

Verðbreytingar um áramót.                     

Verðbreyting á Uniconta tekur gildi frá og með 1. janúar 2024. Þetta eru annars vegar breytingar á verði á hvern notanda og hækkar verðið um 1.000 kr. /á mánuði. Hins vegar hækkar verð á tímaskráningar notanda um 500 kr. /mánuði.