Því er mikilvægt að velja réttan þjónustuaðila með auðveldu aðgengi að nánast 24/7 þjónustu alla daga ársins. Einnig er mikilvægt að velja réttan búnað. Beinir er ekki bara beinir, þeir eru ansi mismunandi og mörg fyrirtæki eru að vinna á heimilis beinum sem geta virkað til skamms tíma án vandræða. En þegar eitthvað gerist er nauðsynlegt að auðvelt sé að lagfæra bilunina.
Við hjá Svar notum eingöngu viðurkenndan búnað sem við treystum og getum stjórnað með skýjalausnum frá viðkomandi framleiðanda. Mjög mikilvægt er að geta brugðist hratt og vel við ef til bilunar kemur. Því skiptir búnaður miklu máli og nokkrar krónur í sparnað á röngum stað getur komið harkalega í bakið á fólki.
Samhengið á milli internetsins, beinis (router), netskipta ( switcha) og þráðlausra neta er mjög mikilvægt. Velja þarf búnað sem er viðurkenndur og frá traustum og öruggum framleiðanda. Í dag er öllum þessum hlutum stjórnað í skýjalausnum og á að heyra til undantekinga ef hann bilar. Auðvelt á að vera að rekja bilanir og bæta við nýjum aðilum eða búnaði inn á netið sem er lífæð allra fyrirtækja í dag. Það færist líka mikið í vöxt að nýta sér þráðlausa netið sem Internet tengingu notanda. Þráðlaust net sem er vel upp sett með réttum búnaði er ekki síðra en vírað net í tölvu notandans. Í dag er engin þörf á að draga kapla og setja tengla í rennur fyrir hefðbundið net. Það er einungis þörf á því við sérstakar aðstæður og þá fyrir fáa aðila sem einhverra hluta vegna þurf að hafa hlutina snúrutengda en næstum 99% aðila þurfa ekki snúrutengan búnað. Þráðlausu kerfin eru orðin mjög þróuð og geta fullkomlega staðið undir nettengingum flestra.
Það sem helst má nefna að hafi sérstaklega þörf á snúrutengum búnaði er í leikjaheiminum þar sem millisekúndur geta skipt höfuðmáli.
Við hjá Svar höfum áratuga reynslu í Internet tengingum og vöndum okkur við að bjóða aðeins það besta á hverjum tíma. Í dag erum við mest að mæla með og nota búnað frá Ubiquiti (Unifi), sem er hagstæður í verði og auðveldur í uppsetningu og stýringu.
Einnig ber að nefna að þjónustuaðilar á grunn fjarskiptaþjónustu (Míla og Ljósleiðarinn) bjóða tvennskonar tengingar á ljósleiðurum, þ.e. heimilistengingar og fyrirtækjatenginar. Hver er munurinn á þessu tvennu? Helst ber að nefna að þetta er oftast sami ljósleiðarinn en búnaður getur verið mismunandi á bak við þá þjónustuna sem veitt er. Ef um fyrirtækjaþjónustu er að ræða eru færri aðilar að nýta sömu rásir en helsti munur er sá að þjónustuaðilar á ljósleiðaralögnum geta gefið sér allt að 3-5 virka daga til að gera við ljósleiðarann ef um heimilistengingu er að ræða en mun skemmri tíma ef um fyrirtækjatengingu er að ræða. Þetta hefur þó ekki valdið miklum vandræðum hér á landi hingað til en við mælum alltaf með að nýta sér fyrirtækja tengingu ef reksturinn er 100% háður því að Internetið sé alltaf virkt