Metvöxtur Uniconta A/S á fyrri hluta ársins 2021

September 3, 2021

Umboðsaðilum Uniconta fjölgaði jafnt á fyrri hluta ársins.

Aukning í fjölda notenda var 49% samanborið við árið 2020. Forstjóri og stofnandi Uniconta A/S, Erik Damgaard, gerir ráð fyrir að afkoma ársins 2021 verði jákvæð um 10 milljónir danskra króna.

Áframhaldandi metvöxtur Uniconta. 49% vöxtur í fjölda notenda Uniconta á fyrri hluta ársins undirstrikar þær frábæru viðtöku sem Uniconta hefur fengið á meðal fyrirtækja af öllum stærðargráðum. Uniconta A/S tvöfaldar afkomu miðað við sama tímabil í fyrra en EBITDA hagnaður félagsins nemur 5,8 milljónum danskra króna á fyrri helmingi ársins 2021. Viðsnúningurinn nemur því 8 milljónum danskra króna.

Uppfærð afkomuspá fyrir árið 2021

Metvöxtur og aukin notkun lausna Uniconta leiðir til þess að Uniconta A/S væntir þess að hagnaður ársins 2021 verðu um 10 milljónir danskra króna.

„2020 og fyrri hluta árs 2021 hefur Uniconta vaxið umfram væntingar. Við sjáum aukinn vöxt í fjölda notenda, samhliða því að umboðsaðilar okkar og fagaðilar færa viðskiptavini síni úr eldri lausnum samkeppnisaðila í Uniconta skýjalausnina okkar,“ segir Erik Damgaard, stofnandi og stærsti hluthafi Uniconta.

Árangurinn má þakka áherslu félagsins á áframhaldandi þróun lausna fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Aukin áhersla á uppbyggingu dreifikerfis félagsins aukin áhersla á þjónustu við viðskiptavini.

„Við fórum inn á markaðinn og vorum leiðandi í verðum. Verðstefnan er nú meira í takt við markaðinn en verðin samt sem áður mjög samkeppnishæf. Mitt mat er að árangur Uniconta skýrist af því að við erum að bjóða viðskiptavinum framúrskarandi lausnir á samkeppnishæfu verði ekki síður en að við tryggjum viðskiptavinum einfalda og skjóta innleiðingu á lausnum okkar,“ segir Erik Damgaard.

Erik Damgaard, forstjóri Uniconta A/S

Sveigjanleiki og einföld innleiðing

Grunnhugmyndafræði Uniconta byggir á því að bjóða litlum og meðalstórum fyrirtækjum aðgang að fullkomnu bókhaldskerfi í skýinu þar sem viðskiptavinir greiða mánaðarlega áskrift fyrir aðgang. Notendur Uniconta eru flestir í Danmörku en kerfið hefur verið innleitt í 45 löndum og er aðgengilegt á 23 tungumálum. Mikill vöxtur 2020 og fyrri hluta árs 2021 gefur félaginu tækifæri til að efla þróun nýrra lausna.