Svar býður öflug og sveigjanleg tímaskráningarkerfi. Við sérhæfum okkur í því að einfalda flókið umhverfi þegar kemur að skráningum, eftirliti og stjórnun tíma starfsfólks fyrirtækja og stofnana.
Okkar kerfi sameina vaktastjórnun, fjarvistastjórnun, frammistöðustjórnun, samskipti starfsmanna, mannauðsupplýsingar, fjármál og áætlanagerð, og margt meira, allt í einni lausn.
Svar býður upp á þrjú tíma- og verkskráningakerfi; Intempus, TimeLog og Curio Time.
Intempus er sérsniðið að þörfum iðnaðarmannsins og þeirra sem eru mikið á ferðinni úti á örkinni og þurfa traust kerfi til að halda utan um verkin sín og vinnustundir.
TimeLog var upprunalega hannað með þarfir arkítekta- og lögfræðistofa í huga en hefur á 20 árum þróast í að vera alhliða tíma- og verkskráningarkerfi sem hentar fyrir öll fyrirtæki, óháð stærð og starfsmannafjölda.
Curio Time er tilvalið fyrir fyrirtæki sem vinna eftir vaktafyrirkomulagi svo starfsmenn þeirra geti fylgst með vöktunum sínum í appinu og stimplað sig inn í leiðinni.
This website uses cookies to improve your experience. We'll assume you're ok with this, but you can opt-out if you wish.