TimeLog í hnotskurn
Tímaskráning – fylgstu með verkefnunum þínum í rauntíma
TimeLog er sveigjanlegur hugbúnaður á þá leið að þú getur fylgst með tíma- og verkskráningum í vafra í tölvu og í farsíma, og það skiptir engu máli hvort þú ert á PC, iOS, Android eða iPhone, TimeLog virkar í öllum kerfum. Einnig er hagnýt samþætting við MS Outlook í boði þar sem þú skráir tíma sem var skráður sem erindi í Outlook beint í TimeLog sem unna vinnustund.
Forðastýringin í TimeLog (e. Resource Planner) er frábær lausn til að hafa yfirsýn yfir mannauð fyrirtækisins og bolmagn teymisins til að taka að sér ný verkefni. Einnig er hægt að fylgjast með nýtingu og framlagi starfsmanna til að sjá til þess að einstaka starfsmaður sé ekki yfirbókaður eða hann vanti verkefni og einnig skipulagt sumarfrí starfsmanna. Með þessu þá veistu alltaf hversu margar klukkustundir eru bókaðar, hverjar áætlaðar tekjur af verkefninu verða og hversu margar klukkustundir þú hefur þegar reikningsfært.