Netöryggi þitt byrjar
með lykilorðahvelfingu

Kveddu þörf­ina á því að þurfa að leggja lyk­il­orð á minn­ið. Leyfðu okk­ur að gera það fyr­ir þig. Zo­ho Vault er lyk­il­orða­stýr­ing sem geym­ir lyk­il­orð­in þín á ör­ugg­an hátt og fyll­ir þau sjálf­virkt inn á vef­síð­um og for­rit­u­m.

Zoho Vault
Zoho Vault stjórnborð

Áreiðanleg lykilorðahvelfing
fyrir alla

Einstaklinga

Tilvalið öryggi fyrir öll persónulegu lykilorð þín.

Teymi

Örugg lykilorða hvelfing fyrir teymi af öllum stærðum

Fyrirtæki

Full­kom­in vernd og há­þró­að lyk­il­orða­ör­yggi fyr­ir fyr­ir­tæki

Frábær kostur lykilorðastýringa fyrirtækja

Ótakmörkuð lykilorðageymsla, hnökralaus sjálfvirk útfylling, fínstillanleg aðgansstýring – Vault hefur allt.

Öflugt
mælaborð

Fáðu skýra innsýn í bæði persónulegu lykilorðin þín og sameiginleg lykilorð fyrirtækisins. Finndu veik lykilorð og breyttu þeim með örfáum smellum.

Örugg
stjórnun lykilorða

Geymdu, deildu og stjórnaðu lykilorðum á öruggan hátt með stillanlegum aðgangsréttindum. Þú getur líka bætt við glósum, skjölum, kreditkortum, hugbúnaðarleyfum, SSH lyklum og fleiru við lykilorðshólfið þitt.

Skipulagður aðgangur
með möppum

Skipuleggðu lykilorðin og önnur trúnaðargögn með að setja þau í möppur og undirmöppur til að auðvelda stjórnun lykilorða og deilingu lykilorða á hópa.

Vault - Mælaborð
örugg-lykilorða-deiling
Möppur

Einskráning (SSO)
fyrir skýjaforrit

Einfaldaðu innskráningu í forrit og þjónustur. Leyfðu notendum að skrá sig inn í forritin sín án lykilorða. Vault styður hundruð vinsælra skýjaforrita, sem og valkosti fyrir sérsniðna samþættingu.

Heildaryfirsýn
notkunar

Fylgstu með öllum lykilorðaaðgerðum allan sólarhringinn með tæmandi endurskoðunarferlum okkar. Þetta felur í sér notendanafn, aðgerð, IP tölu, tímastimpil og fleira.

Víðtækar
skýrslur

Fáðu sjónrænar skýrslur um allar mikilvægar aðgerðir sem framkvæmdar eru á Vault reikningnum þínum og flyttu þær út sem PDF skjöl fyrir innri og ytri endurskoðun.

Einskráning
Endurskoðun