Af hverju að velja skýjalausnir?

February 12, 2021
https://svar.is/wp-content/uploads/2021/03/Svar-hagkvaemari-skýjalausnir.png

Lausnir framtíðarinnar eru í skýjunum

Í nútímasamfélagi er gerð krafa um hraðvirkar, öruggar en umfram allt hagkvæmar lausnir við gagnageymslu fyrirtækja. Með tilkomu skýjalausna hefur fyrirtækjum verið gert kleift að úthýsa gagnageymslum og lausnum sínum með hraðvirkum, öruggum og hagkvæmum hætti.

Fyrir tilkomu skýjalausna voru gjarnan settir upp netþjónar sem sáu um samtengingu, forritin og gagnageymslu fyrir notendur. Uppfærslur voru sértækar, kröfðust oft á tíðum mikillar sérhæfðrar vinnu með tilheyrandi kostnaði sem fyrirtæki veigruðu sér við. Af því leiddi að kostnaðarsamt og tímafrekt gat verið fyrir fyrirtæki að halda í við
nútímaþróun tækninnar.

Svar skýjalausnir

Kostnaðarsamir netþjónar á undanhaldi

Þær breytingar sem átt hafa sér stað á undanförnum árum eru að skýjalausnir eru að taka við af kostnaðarsömum netþjónum með tilheyrandi rekstrarhagræði fyrir fyrirtæki.

Þrír megin þættir þess að skýjalausnir séu framtíðin eru:

  1. Með tilkomu ljósleiðarans skiptir ekki lengur máli hvar gögnin eru geymd. Aðgengi að gögnunum er auðvelt og tekur þau brot úr sekúndu að birtast hvar svo sem þau eru geymd í heiminum.
  2. Í skýjalausnum, eru allir notendur í sömu útgáfu af lausninni, uppfærslur og kostnaður við framþróun er dreift á marga aðila. Þetta leiðir af sér stærðarhagkvæmni sem skilar sér í ódýrari og skilvirkari lausnum fyrir vikið. Uppfærsla á forritum verða sjálfvirkari, kosta minna og notendur verða fyrir litlu sem engu ónæði af völdum uppfærslna.
  3. Skýjalausnir auðvelda notendum að afrita og geyma gögn á öruggan hátt. Minni líkur eru á að gögn glatist vegna vélbúnaðar sem gefur sig þar sem gögn eru vistuð annarsstaðar en innanhús hjá fyrirtækjum.

Office vandræði úr sögunni

Hver man ekki eftir eldri útgáfum af Word, Excel og Power Point áður en þær lausnir urðu skýjalausnir var kostnaðurinn mikil og kerfin töluðu illa saman. Í dag er engin að hugsa lengur um nýjar úgáfur af Microsoft 365, þær koma reglulega og eru innifaldar í leyfisgjaldi notandans. Áður þurftu notendur að kaupa sér nýjan hugbúnað við hverja uppfærslu sem varð til þess að margir voru að nota eldri útgáfur sem ekki töluðu saman við nýrri útgáfur. Þetta gat valdið því að notendur voru þvingaðir í dýrar hugbúnaðarlausnir með tilheyrandi kostnaði ef fyrirtækið átti að geta haldið áfram að vera samkeppnishæft. Nútíma upplýsingakerfi eru flest öll boðin sem skýjalausnir þar sem greitt er fast

mánaðargjald. Notandinn fær aðgang að öllu því sem kerfið hefur upp á að bjóða en

getur aðlagð það að sínum þörfum til að ná fram skilvirkni í rekstri fyrirtækisins. Sérlausnir fyrir íslenska markaðinn eru gerðar einu sinni fyrir alla, ekki er þörf á að vinna að lausnum fyrir íslenska markaðinn fyrir hvern aðila um sig.

Rafrænir reikningar og sjálfvirk samskipti

Dæmi um sérlausnir fyrir íslenska markaðinn eru t.d. rafrænir reikningar, tengingar við íslenska bankakerfið, þjóðskrá, lífeyrissjóði og svo mætti lengi telja. Árið 2020 hefur sýnt fram á hversu mikilvæg tæknin er til að halda atvinnulífinu gangandi. Fyrirtæki hafa neyðst til að finna hagkvæmar og hentugar lausnir til að halda starfseminni gangandi. Þau fyrirtæki sem ekki hafa gengið í takt við tækniþróun undanfarinna ára hafa orðið undir í samkeppninni. Það hefur sýnt sig og sannað á þessum fordæmalausu tímum að rekstraraðilar þurfa aðsleppa tökum af hugsunarhættinum „að svona var þetta alltaf gert og þannig mun þetta verða gert“.

Uniconta taktu traustar ákvarðanir teknar á aðgengilegum upplýsingum

Tækifæri umbóta er núna!

Árið 2021 er spennandi ár með miklum tækifærum til að gera betur og ef einhvern lærdóm má draga af árinu sem er nýlega liðið er mikilvægi þess að fyrirtæki fylgist með nýjungum og tileinkenni sér nútíma vinnubrögð í rekstri fyrirtækja. Tileinkum okkur nútíma tækni, hagræðum, verðum skilvirkari en umfram allt hugsum til framtíðar með rafrænum lausnum og minni pappír.

Þannig náum við saman forskoti til framtíðar.

Rúnar Sigurðsson
Framkvæmdastjóri Svars ehf.