Breytingar á binditíma Microsoft leyfa

March 31, 2022

Microsoft er búið að gera breytingar á leyfismódelinu hjá sér.

Nú er hægt að velja um bindingu í 1 ár í senn eða 1 mánuð í senn. Hægt er að greiða mánuð fyrir mánuð eða með eingreiðslu fyrir allt árið, fyrir þau leyfi sem eru bundin í 1 ár.

Leyfi sem eru með mánaðarbindingu eru ca 20% dýrari en þau sem eru með árs bindingu. Hægt er að vera með blönduð leyfi, þannig að ef það eru 30 föst stöðugildi hjá fyrirtækinu og 1-3 önnur stöðugildi þá er hægt að vera með 30 leyfi í árs bindingu og hafa þessi hreyfanlegu í mánaðarbindingu.

Öll Microsoft leyfi sem endurnýjast eftir 1 apríl 2022 fara sjálfvirkt í árs bindingu með mánaðarlegum gjöldum.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast hjá ráðgjöfum Svars í síma 510 6000.