Fréttabréf Febrúar 2022

February 14, 2022
https://svar.is/wp-content/uploads/2021/11/Svar-40x99-gr-tr.png

Open Banking, Debitum og Uniconta. 

 Við hjá Svar höfum verið að vinna í því að samþátta Open Banking og Debitum við Uniconta. Við viljum í þessu fréttabréfi kynna nokkra hluti sem við erum að vinna að. Markmiðið okkar er að stefna á að minnka alla handavinnu við upplýsingakerfið.

Hvað er Open Banking? 
Open Banking er þjónustufyrirtæki sem tengir saman Uniconta við alla banka og Sparisjóði á Íslandi. Markmiðið er að geta greitt innlenda reikninga beint frá Open Banking. Þannig verða innlendar greiðslur til Lánardrottna sjálfvirkar, svipað og gert er í venjulegum heimabanka. Það gerist þannig að reikningur sem er samþykktur og bókaður á Lánardrottinn greiðist sjálfkrafa ef merkt er við að greiðsla eigi að framkvæmast á eindaga. Open Banking les stöðu á Lánardrottni (upphæð og eindaga) og ber saman við kröfur í bankanum. Ef krafan stemmir er hún greidd á eindaga og allar færslur færast samhliða í Uniconta. Handavinna verður því mun minni en áður.  

Hvað er Debitum? 
Debitum er frum- og milliinnheimtu fyrirtæki tengt við bankann þinn og Uniconta. Debitum vinnur algjörlega stafrænt og sendir ekki út neina pappíra fyrir frum- eða milliinnheimtu.
Kröfur eru stofnaðar í gegnum Debitum og er kostnaðurinn mun lægri en nú gerist hjá bönkunum. Debitum tekur einungis eitt gjald við stofnun á kröfu. Ekki er greitt fyrir að breyta kröfu, fella niður kröfu eða við greiðslu á henni. Því getur hér verið um að ræða verulegan sparnað ef margar kröfur eru stofnaðar. Allt ferlið er orðið stafrænt og sjálfvirkt. Þegar reikningur er gerður stofnast krafa í bankanum í gegnum Debitum. 

Xpress fyrir Uniconta. 
Xpress fyrir Uniconta er nú komið í Beta útgáfu og vonumst við til að geta á öðrum ársfjórðungi sett það upp hjá nokkrum nýjum aðilum. Xpress er kassakerfislausn, oft kallað POS. Kerfið vinnur beint ofan á Uniconta og er í sjálfu sér Uniconta með nýju einföldu og hraðvirku viðmóti.
Xpress getur sent rafræna reikninga, kvittun í tölvupósti, meðhöndlað gjafakort, inneignarnótur, skipt greiðslum og tekið á móti og umreiknað í erlendan gjaldeyri. Einnig er TAX-free í kerfinu og ýmislegt fleira sem gerir Xpress einfalt og þægilegt fyrir t.d. sérvöruverslanir og ýmis skonar þjónustusölu.

Insight fyrir Uniconta. 
Svar hefur í samstarfi við Cubus og Nask verið að þróa Insight fyrir Uniconta. Insight byggir á Power BI frá Microsoft og er í raun greiningartól á rekstrinum. Kerfið er beintengt við Uniconta og les það sem er skráð í Uniconta og birtist í Insight. Kerfið er öflugt greiningartól sem sýnir reksturinn í hnotskurn um leið og búið er að skrá í Uniconta. Hér er um að ræða fjárhags upplýsingar, Lánardrottna- og viðskiptamanna stöður, lager stöður, innkaup, sölu og einnig aldur birgða. Einnig er auðvelt að sjá hvað er til greiðslu á næstunni og hvað er að koma inn af tekjum frá viðskiptavinum ef greitt er á gjalddaga. 

author avatar
svar2020