Hjalti Ragnar til Svars

February 2, 2022
https://svar.is/wp-content/uploads/2022/02/20211104_ros_DSF0606-1280x853.jpg

Tæknifyr­ir­tækið Svar hef­ur ráðið til sín Hjalta Ragn­ars Ei­ríks­son, lög­gilt­an end­ur­skoðanda, þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu.

„Hjalti hef­ur mikla reynslu á sínu sviði en á ár­un­um 2000 – 2020 starfaði hann hjá end­ur­skoðenda­skrif­stof­unni Deloitte. Árin 2014 – 2020 var hann meðal ann­ars liðsstjóri yfir 30 manna sviði sem sér­hæfði sig í gerð árs­reikn­inga, skatt­fram­tala, bók­halds og launa. Auk þess sinnti starfs­fólk sviðsins rekstr­ar­ráðgjöf og sér­fræðiþjón­ustu við meðal­stór og vax­andi fyr­ir­tæki. Hjalti var einnig um tíma úti­bús­stjóri yfir skrif­stof­um Deloitte á Höfn og í Vest­manna­eyj­um.“

Í til­kynn­ing­unni er haft eft­ir Rún­ari Sig­urðssyni, fram­kvæmda­stjóra Svars:

„Hjalti kem­ur inn til okk­ar á hár­rétt­um tíma enda í mörg horn að líta þegar kem­ur að tækni og þróun bók­halds og breyt­ing­arn­ar í geir­an­um hraðar og mikl­ar. Reynsla hans og áhugi á þessu sviði á eft­ir að nýt­ast vel hér inn­an­borðs, bæði fyr­ir okk­ur sam­starfs­fólk hans og eins viðskipta­vini Svars.“

Hjalti út­skrifaðist með Cand Oceon próf frá Há­skóla Íslands árið 2001 og hef­ur verið lög­gilt­ur end­ur­skoðandi frá ár­inu 2010.

„Ég tek þess­ari nýju áskor­un fagn­andi eft­ir 20 ár á sama starfs­vett­vangi og er spennt­ur fyr­ir því að miðla minni reynslu áfram til Svars og viðskipta­vina fyr­ir­tæks­ins. Eins verður líka áhuga­vert og ögr­andi að læra eitt­hvað nýtt í öfl­ugu fyr­ir­tæki, en á meðal sam­starfsaðila okk­ar, eru til dæm­is Uniconta og Microsoft, en við hjá Svar feng­um ein­mitt Silf­ur­vott­un frá tækn­iris­an­um síðar­nefnda í byrj­un árs. Árið byrj­ar því vel,“ er haft eft­ir Hjalta í til­kynn­ing­unni.

Þessi frétt birtist á dv, mbl og vísi.

Hjalti Ragnar Eiríksson
Hjalti Ragnar Eiríksson, löggiltur endurskoðandi