Samstarfsaðili Svar , Uniconta hlýtur alþjóðleg verðlaun sem besta viðskiptalausn 2021

December 14, 2021
https://svar.is/wp-content/uploads/2021/12/ERP2021-530x350-1-e1639478213909.webp

Þann 27. október 2021 voru afhent verðlaun fyrir „Viðskiptalausn ársins“ á viðskiptalausnaþingi í Þýskalandi. Þar er fjallað um bókhaldskerfi og viðskiptalausnir sem skara framúr og þykja bestar á sínu sviði.

Að þessu sinni voru afhent verðlaun fyrir bestu alþjóðlegu viðskiptalausnirnar og hlaut Uniconta verðlaunin, en fáein ár eru síðan að Uniconta kom á markað í Þýskalandi.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá skipuleggjendum, GITO, þann 28. október var einkar hörð samkeppni um verðlaunin þetta árið en 35 viðskiptalausnir kepptust um hnossið í átta flokkum.

Prófessor Dr-Ing. Norbert Gronau afhenti verðlaunin. Norbert Gronau frá CER (lengst til vinstri á myndi) , Thomas Zeller, landsstjóri Uniconta í Þýskalandi (við hans hlið ) og Casper Guldbrandsen, markaðsstjóri Uniconta A/S.

Sjá nánar á : https://www.uniconta.com/is/frettir/blog-is/best-erp-2021/

author avatar
svar2020