Þekkingar­dagur bókarans – Nýjar á­skoranir

October 14, 2022

Þekkingar­dagur bókarans verður haldinn föstu­daginn 14 októ­ber. Þekkingar­dagurinn er hugsaður sem vett­vangur fyrir bókara fyrir­tækja og starfs­menn bók­halds­stofa til að kynna sér þær nýjungar sem standa til boða. Miklar breytingar hafa átt sér stað á undan­förnum árum og mikil­vægt fyrir bókara að til­einka sér ný vinnu­brögð. Staf­ræn veg­ferð hefur aukist mikið á undan­förnum misserum og til­koma raf­rænna reikninga og inn­lestur banka og krafna ein helsta fram­för sem átt hefur sér stað í vinnu bókarans.

Gamli tíminn

Eldri vinnu­brögð hafa í gegnum tíðina gengið út á að beðið sé eftir að gögn berist inn á borð bókarans til bókunar. Við þetta hefur skapast sú venja að berist ekki gögnin þá eru þau ekki bókuð enda hafa bókarar litið svo á að það sé ekki á þeirra á­byrgð að kalla eftir gögnum. Stór partur af vinnu bókara hefur farið í af­stemmingar og saman­tekt á gögnum sem ekki hafa borist með til­heyrandi kostnaði fyrir fyrir­tæki og valdið því að bók­haldið gefi ekki glögga mynd af stöðu fé­lagsins í raun­tíma. Al­gengt er að fyrir­tækin hafa verið að fá loka­upp­gjör rétt fyrir skil til RSK og árs­reikninga­skrár jafn­vel 7-9 mánuðum eftir að rekstrar­árinu lauk. Þetta veldur því að eig­endur fá upp­gjörin seint í hendurnar og eiga erfitt með að bregðast við ef eitt­hvað er að í rekstri fé­lagsins.

Nú­tíma upp­lýsinga­kerfi – nú­tíminn

Til­koma raf­rænna reikninga inn á markaðinn hefur orðið til þess að kostnaðar­reikningar berast fyrr inn í bók­haldið og villu­hættan er mun minni. Af þessu leiðir að bók­haldið er réttara og sýnir raun stöðu fé­lagsins fyrr en áður. Af­stemmingar­vinnan verður auð­veldari og fyrir­tæki hafa aukið til muna að­gang að þjónustu­síðum sínum auk raf­rænna birtinga reikninga í heima­banka fyrir­tækja sem gerir bókurum auð­veldara með að sækja þau gögn sem vantar. Flest nú­tíma upp­lýsinga­kerfi eru farin að senda raf­ræna reikninga sín á milli sem sparar fyrir­tækjum kostnað hvort sem er í formi tíma­vinnu bókara eða drátta­vaxta­kostnaðar.

Hvað er að breytast?

Með til­komu raf­rænna sam­skipta á milli upp­lýsinga­kerfa hefur handa­vinna bókarans minnkað veru­lega, með til­heyrandi pappírs- og möppu­leysi. Raun­tíma­stöður verða réttari. Bein­tengingar við bankana í gegnum B2B tengingar hafa auð­veldað af­stemmingar á banka­reikningum fyrir­tækja. Fyrir­tækja­eig­endur hafa hingað til lagt mesta á­herslu á að hafa tekju­bókunina rétta en vegna eldri vinnu­bragða hefur skort á að á­hersla hafi verið lögð á kostnaðar­hlið fyrir­tækja­rekstursins en til að bók­haldið sýni glögga mynd er mikil­vægt að lögð sé á­hersla á að bæði tekjur og gjöld séu færð í raun­tíma.

Breytt hlut­verk bókarans

Þegar boðið er upp á bók­halds­þjónustu er mikil­vægt að endur­hugsa vinnu­brögð bókarans. Það er mikil­vægt fyrir þá aðila sem bjóða upp á slíka þjónustu að átta sig á til­ganginum hjá fyrir­tækjum með því að út­hýsa þessum hluta fyrir­tækja­rekstursins. Megin á­stæða þess að fyrir­tæki kjósa að út­hýsa bók­halds­þjónustu er þekkingar­leysi á kostnaðar­bók­haldi og vinnu­sparnaður eig­enda sem geta þá ein­beitt sér að öðrum hlutum rekstursins þ.e.a.s. tekju­mynduninni. Bókarinn verður því að vera til­búinn til að til­einka sér nú­tíma vinnu­brögð og þjónusta við­skipta­vini sína á þann hátt að sækja þau gögn sem vantar, óska eftir raf­rænum reikningum en bíða ekki eftir að gögnin berist. Við hjá Svar höfum til­einkað okkur þau vinnu­brögð að við leggjum á­herslu á pappírs­laus við­skipti, að bók­haldið sé fært dag­lega, lánar­drottnar, við­skipta­menn, banka­reikningar og inn­kaupa­kort fyrir­tækjanna eru af­stemmd fyrir hver VSK skil eða á hverju tveggja mánaða tíma­bili. Með breyttum vinnu­brögðum höfum við komið bók­haldi okkar við­skipta­vina í að sýna glögga stöðu fyrir­tækisins í raun­tíma og gert eig­endum þeirra auð­veldara með að bregðast fyrr við í rekstrinum. Við höfum náð að lækka kostnað við­skipta­vina okkar í tengslum við bók­halds­þjónustu með hinum ýmsu leiðum sem upp­lýsinga­kerfin bjóða upp á til að auð­velda bókanir. Um ára­mót höfum við einnig náð að skila af okkur upp­gjörum á fyrstu mánuðum nýs árs og þar með hafa við­skipta­vinir okkar getað ein­beitt sér að á­fram­haldandi rekstri í stað þess að dvelja við það sem liðið er. Bókarar verða að vera til­búnir í að breyta sínum vinnu­brögðum, nýta nú­tíma­tækni til að minnka handa­vinnuna og færa sig meira yfir í eftir­lits­hlut­verk og að­stoða við­skipta­vini sína við hag­ræðingu í rekstrinum.

Anna Lilja Sigurðar­dóttir Svar ehf.
Hóp­stjóri, Við­skipta­fræðingur M.A.cc

Greinin birtist fyrst á frettabladid.is 13.10.2022