Kæri Uniconta notandi
Eins og flestir vita kom ný útgáfa af Uniconta, Uniconta 89, út sunnudaginn 22 maí.
Eins og oft vill verða voru nokkrir hnökrar því samfara sem nú á að vera búið að laga að mestu leiti.
„Góð regla“
Það er mjög mikilvægt að slökkva á Uniconta á kvöldin og endurræsa að morgni. Þá sækir kerfið nýjustu útgáfuna með „hot fixum“
Einnig er mikilvægt að eyða flýti hnappinum á stikunni ef búið er að setja „Pin to taskbar“ á Uniconta. Þannig að eyðið því (unpin form taskbar) og setjið inn nýtt, þá eru nýtt Uniconta endurræst. Hætt er á að eldri útgáfa komi inn í stað nýrrar ef þetta er ekki gert.
Miðvikudaginn 18. maí uppfærðu bæði Íslandsbanki og Arion banki sín öryggis kerfi. Íslandsbanki hætti síðan við og dró til baka uppfærsluna en Arion banki gerði það ekki.Uniconta notendur sem voru í viðskiptum við Arion banka áttu í vandræðum með að lesa inn færslur. Það á nú að vera komið í lag og Arion banki á nú að virka eins og áður.
Ef einhverjar spurningar vakna eða þetta er ekki að virka sem skyldi hikið ekki við að samband við Svar og sendið tölvupóst á hjalp@svar.is