Rúnar Sigurðsson í viðtali hjá Morgunblaðinu

August 29, 2022
https://svar.is/wp-content/uploads/2021/03/Runar-Svar-1024x683-1.jpg

Rúnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Svar ehf, var í viðtali hjá Ásgeiri Ingvasyni blaðamanni hjá Morgunblaðinu. Þar ræddi hann um lög sem danska þingið hefði samþykkt um að skylda fyrirtæki til að halda einvörðungu rafrænt bókhald.

Hér að neðan er að finna úrdrátt úr greininni

Fyrr á þessu ári samþykkti danska þingið ný lög sem skylda fyr­ir­tæki til að halda ein­vörðungu sta­f­rænt bók­hald. Þýðir þetta að í viðskipt­um á milli lögaðila heyra út­prentaðir reikn­ing­ar sög­unni til og fyr­ir­tæki munu þurfa að nota bók­halds­kerfi sem fengið hafa bless­un stjórn­valda og full­nægja skýr­um regl­um, s.s. um ör­ugga varðveislu gagna hjá vottuðum aðila, og að reikn­ing­ar séu sam­kvæmt sam­ræmd­um evr­ópsk­um stöðlum og svo að ólík kerfi geti talað sam­an vand­ræðalaust – jafn­vel á milli landa. Dönsku regl­urn­ar taka gildi í áföng­um frá 2022 til 2026, eft­ir stærð og um­fangi fyr­ir­tækja. Fé­lög með veltu und­ir sex millj­ón­um króna verða þó und­an­skil­in frá regl­un­um.

Rún­ar Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri tækni- og bók­halds­fyr­ir­tæk­is­ins Svar ehf., seg­ir að dönsku lög­in muni fela í sér mikla hagræðingu og að ís­lensk stjórn­völd ættu að fara sömu leið. Má spara ómæld­ar vinnu­stund­ir með því að senda reikn­inga ra­f­rænt á milli fyr­ir­tækja og um leið koma í veg fyr­ir vill­ur.

– Birt með leyfi Morgunblaðsins

Greinina í heild sinni má má finna hér

Dönsku lögin má finna hér

Hér er að finna grein sem Erik Damgård skrifaði um nýju bókhaldslögin.

Uniconta bókhaldskerfið er tilbúið í rafrænt bókhald. Hafið samband við ráðgjafa okkar og fáið upplýsingar um hvað við getum gert til að létta ykkur bókhaldið.

author avatar
svar2020