Kæri viðskiptavinur.
Þann 1. janúar 2023 verða gerðar eftirfarandi breytingar á verðskrá Uniconta. Ný verðskrá mun birtast á heimasíðu Uniconta.is á næstu vikum. Öll verð eru mánaðargjöld án VSK nema annað sé tekið fram.
Notendur:
Standard Verð á hvern notanda hækkar í 6.995 á mánuði (var 5.995)
Business Verð á hvern notanda hækkar í 8.495 á mánuði (var 7.495)
Enterprise Verð á hvern notanda hækkar í 9.995 á mánuði (var 8.995)
Odata aðgangur – Nýtt
Vaxandi fjöldi notenda notar Odata til að vinna með gögn frá Uniconta. Þetta skapar aukið álag á gagnaþjóna og því bætist við nýtt gjald, 2.995 á mánuði á hvern almennan notanda sem tengist í gegnum Odata.
Gagnaþjónsnotandi (API, Odata og samþáttun)
Gagnaþjónsnotandi hefur Odata aðgang án sérstaks aukagjalds.
Fjárhagsfærslur – Nýtt
Fjárhagsfærslugeymsla. Þeir sem eru með fjárhagsfærslur eldri en 11 ára reiknast nú viðbótargjald, 2.995 á mánuði fyrir hverjar 100.000 færslur. Eyða má færslum eldri en 11 ára með því að fara í Fjárhagur / Viðhald / Fjárhagsár og Eyða fjárhagsári. Þessi aðgerð eyðir færslum dagsettum á viðkomandi fjárhagsári.
Uniconta myndar sjálfkrafa opnunarfærslur sem tryggir að stöður á lyklum haldast réttar.
Örgjörvatími – Nýtt
Viðbótargjald sem leggst á stöku notendur sem keyra ítrekað stórar og þungar vinnslur.
Undir Rakning aðgerða notanda má sjá örgjörvanotkun í millisekúndum lengst til hægri. Innifalið í áskriftum er notkun sem dekkar 3.999 sekúndur af örgjörvatíma á mánuði.
Ef notaðar eru 4.000-4.999 sekúndur á mánuði leggast 2.995 viðbótargjald við áskriftina. Gjaldið reiknast fyrir hverjar hafnar 1.000 umframsekúndur.
Eins og við sjáum þetta í dag er enginn af okkar viðskiptavinum að lenda í þessu viðbótargjaldi eins og er.
Verðskrá og þjónusta Svar ehf.
Tímagjald á innleiðingarvinnu, vinnu ráðgjafa og hugbúnaðardeildar hækkar um 7%. Gjaldið var kr. 25.900 en verður 27.700,- án vsk.
Bókhaldsvinna hækkar einnig um 7% og verður kr. 14.900,- en var 13.900,- án vsk.
Önnur einingarverð og þjónusta hækka einnig um 7%,
sjá nánar á heimasíðu okkar svar.is/verdskra/
Starfsfólk Svar ehf