Breytingar á áskriftarpökkum skeytamiðlunar

August 31, 2022

Þann 1. október 2022 breytast áskriftarleiðir Uniconta fyrir skeytamiðlun.

Markmið breytinganna er að einfalda verðskrá og tryggja viðskiptavinum fast lágt mánaðargjald í takt við notkun hvers og eins. Kostnaður við hvert skeyti lækkar með aukinni notkun sem er hvatning til aukinnar notkunar.

Mikill vinnusparnaður felst í því að taka rafrænt á móti reikningum þar sem að öll berast færast rafrænt inn í Uniconta. Þannig þarf ekki að handfæra upplýsingar inn í kerfið sem dregur einnig verulega úr villuhættu.

Þrjár áskriftarleiðir verða í boði:

Áskriftaleið Innifalin skeyti Mánaðargjald
Standard 50 4 995kr
Business 200 9 995kr
Enterprise 500 19 995kr
Umframskeyti (pakki) 100 3 000kr

Áskriftarleiðir taka breytingum þann 1. október nk. í samræmi við notkun undanfarinna mánaða.

Þannig mun viðskiptavinur sem sendir/móttekur 50 skeyti eða færri á mánuði fara í Standard áskrift.

  • Viðskiptavinur sem sendir/móttekur 51-200 skeyti á mánuði færist upp í Business áskrift.
  • Viðskiptavinur sem sendir/móttekur 201-500 skeyti á mánuði færist upp í Enterprise áskrift.
  • Þegar viðskiptavinur er kominn í Enterprise áskrift og sendir/móttekur > 500 skeyti greiða 3 000kr fyrir hver 100 viðbótarskeyti

Öll verð eru án virðisauka. Með fyrirvara um innsláttarvillur.