Vandamál með scan pósthólf hjá Uniconta – LEYST

September 12, 2022

Kæri viðskiptavinur Uniconta,

Vandamál hefur verið með að áframsend skjöl á “scan” tölvupóstfang berist ekki alltaf inn í Uniconta hefur nú verið leyst.

Fyrir skemmstu voru keyrðar álagsprófanir á gagnaþjónum og virkjuð viðbragðsáætlun vegna áfalla í hýsingarumhverfi.

M.a. var kannað hversu fljótt væri hægt að koma Uniconta aftur í gang ef bruni eða annað áfall kæmi upp í hýsingarumhverfi Uniconta.

Þessar prófanir gengu mjög vel en í kjölfarið voru tímabil þar sem áframsending reikninga með tölvupósti fóru á varaþjón.

Í gær var gerð bráðabót og sett upp skráning þar sem hægt verður að rekja ferli tölvupóstsendingar með nánum hætti í framtíðinni.

Hvað með skjölin sem bárust ekki?

Verið er að reyna að koma þeim skjölum sem ekki bárust inn í kerfið en óvíst er hvort þær tilraunir muni bera árangur.

Mælt er með því að notendur yfirfari tölvupósta og endursendi skjöl sem hafa verið send inn í Uniconta á tímabilinu 7.-11. september með því að fara yfir “Sent items” í tölvupósti.

Mögulegt er að sendi þurfi aftur skjöl sem send voru eftir 24. ágúst en sem stendur eru engar ábendingar um að vandamálið teygi sig lengra aftur en til 7. september.

 

Starfsfólk Svar.