Hádegisfundur: Er léttskýjað hjá þér?

April 22, 2016

Skýjafréttir

Svar heldur spennandi hádegisfund miðvikudaginn 27. apríl um framtíðina í samskiptalausnum og bætta samvinnu á vinnustað. Gestafyrirlesarar frá Swyx International og Microsoft á Íslandi segja okkur hvernig tæknin hjálpar okkur í daglegu starfi.

Meðal annars verður sagt frá hvernig fyrirtæki geta nýtt sér skýjalausnir á betri hátt en áður. Hvernig Swyx sjá IP samskipti vaxa til framtíðar og hvernig það bætir við upplifun og notkun Skype for Business. Ennfremur munum við kynna nýjungar í Office 365 eins og Plannar – skipulagstól og Groups – hópavinnutólið frá Microsoft.

Að lokum mun Gunnar Sigurðsson frá Verði fara yfir þeirra vegferð við val á nýju símkerfi.

Dagskrá:

  • Er allt að fara í Skýið?
    • Björgvin Jónsson, Svar.
  • Framtíðin í símkerfum, samþáttun Swyx & Skype
    • Joao Gonzaga CTO og Michael Hostback BDM frá Swyx.
  • Samþáttun við Swyx, biðraðakerfi og skjáborð.
    • Rúnar Sigurðsson, Svar
  • Betri samvinna. Office 365 – ekki bara tölvupóstur.
    • Sævar Haukdal, Microsoft Ísland
  • Vörður, tryggingarfélag, hvers vegna völdu þeir Swyx?
    • Gunnar Sigurðsson, tæknistjóri Varðar

Ráðstefnan verður haldin í Björtuloft í Hörpu miðvikudaginn 27. apríl milli 12:00 og 13:00 .

Aðgangur er ókeypis og er léttur hádegisverður er innifalinn.

Skráning er nauðsynleg á netfangið svar@svar.is .

Sjá meira hér