Fundarherbergjalausn – ný vara hjá Svar

April 14, 2016

Svar hefur hafið sölu á fundarherbergjalausn frá GoGet sem er Sænskt fyrirtæki. Í grunninn er um að ræða hugbúnað sem keyrir á Android stýrikerfi og sýnir stöðu fundarherbergis með m.a. litaskiptingu. Hugbúnaðinum er stýrt miðlægt af vef og er því um að ræða skýjaþjónustu þar sem hægt er að stýra öllum fundarherbergjum frá einum stað.

Hægt er að tengja lausnina við öll helstu bókanakerfi eins og t.d. Gmail, Exchange 2007-2016, O365 og Lotus Notes án neinnar viðbótar.

Ásamt því að sýna stöðu fundarherbergja þá hefur hún fleiri kosti en helst má nefna:

  • Smart Room Analytics – Sýnir helstu fundartíma, bókanir, dreifingar, opnanir osfrv.
  • Engin takmörkun á fjölda notenda.
  • Hægt að klæðskerasníða.
  • Hægt að „læsa“ fundarherbergjabókunum með pin kóða.
  • Hægt að bóka herbergið úr spjaldinu / eða leita að lausu herbergi.
  • Einfalt í uppsetningu.
  • Tengist að sjálfssögðu á einfaldan máta við O365.
  • Uppfyllir helstu kröfur IT deilda.

Lausnin var valin besta hugbúnaðarlausnin í sínum flokki af Infocomm 2015 og kemur í nokkrum útfærslum. Hægt er að kaupa eingöngu hugbúnaðinn eða að kaupa “allt í einum kassa” en þá kemur lausnin með spjaldtölvu með ISP skjá, veggfestingu sem felur kapla og hugbúnaðarleyfi til 3ja ára. Lausnin fæst bæði í 7″ og 10″.

Nánari upplýsingar fást í síma 510-6000 eða með tölvupósti á sala@svar.is