Vinningshafi getraunar á UTMessunni.

March 3, 2016

Vá hver vann

Svar var með bás á Utmessunni í ár að vanda. Yfir 1000 ráðstefnugestir frá yfir 300 fyrirtækjum mættu á svæðið. Næstum 100 fyrirlestrar voru haldnir á 6 þemalínun, þar af 1 frá Svar en hingað mætti Allan Hoejberg frá HPe og fjallaði um hvernig IoT og snjalltækjavæðing kallar á nýjar nálganir og hugsanir í netvörnum fyrirtækja. Fyrirlesturinn var afar áhugaverður en hann má finna hér á Youtube.

Á básnum okkar var svo létt stemmning þar sem við gáfum gestum nýtt sælkerapopp frá Ástrík ásamt því að við buðum upp á stuttan spurningaleik. Í verðlaun var gisting hjá Hótel Húsafell ásamt 4rétta veislu á veitingastaðnum.

Sveinbjörn Þormar frá Greiðsluveitunni var dreginn út og kom hann við hjá okkur og tók á móti vinning sínum frá Guðbjörtu, fjármálastjóra Svar.

Við hjá Svar þökkum öllum ráðstefnugestum sem litu við hjá okkur ásamt öllum hjá Ský kærlega fyrir okkur og hlökkum til að mæta aftur  að ári.