Tölvutækni alls staðar – Utmessan 2016

February 1, 2016

Tölvan verður þinn besti félagi

Hin árlega Utmessa fer fram fyrstu helgina í febrúar í ár. Ráðstefnunni er að vanda skipt upp þar sem fyrri dagurinn er ætlaður einungis fyrir ráðstefnugesti á meðan seinni dagurinn er opið fyrir öllum og frítt inn.

Svar tekur þátt þriðja árið í röð þar sem við munum leggja áherslu á að kynna netlausnir frá Aruba HPe fyrirtæki ásamt símkerfalausn okkar frá Swyx. Við hlutum þann heiður að vera boðið að halda fyrirlestur og mun Allan Hojberg, Network Ambassador frá HP enterprise, kynna hvernig sé best að verja netkerfin í síbreytilegum heimi snjalltækja internet hlutanna.

Fyrirlestur hans fer fram kl 11:10 í sal Silfurberg A og er hluti af öryggislínu ráðstefnunnar.

Allan og ráðgjafar Svars verða svo til taks á bás fyrirtækisins til skrafs og ráðagerðar  á föstudaginn. Á básnum fyrri daginn verður létt poppuð stemmning. Gestum gefst kostur á að smakka glænýtt sælkerapopp frá Ástrík auk þess sem við munum skora á ráðstefnugesti að svara nokkrum laufléttum spurningum. Einn heppinn þátttakandi verður svo dreginn út og hlýtur gjafabréf fyrir tvo hjá Hótel Húsafell sem gildir út árið 2016. Gjafabréfið inniheldur:

-Gisting í Deluxe herbergi

-4 rétta veisla að hætti kokksins

-Morgunverðarhlaðborð

-Aðgangur að sundlauginni Húsafelli.

Á laugardaginn verða ráðgjafar Svars til staðar með smá glaðning fyrir gesti..

Vertu viss um að líta við!