Ný þráðlaus lausn á Dillon bar og Chuck Norris Grill

January 29, 2016

Netið án snúru, hver hefði trúað því

Dillon bar og Chuck Norris grill á Laugarvegi bjóða upp á þráðlaust net á stöðum sínum, nú með hjálp Svar.
Verið var að innleiða nýja lausn sem sem veitir gestum aðgang að þráðlausa netinu gegn því að skrá sig inn í gegnum Facebook.

Þessi breyting einfaldar líf starfsfólks sem þarf ekki lengur að afhenda eða halda utan um lykilorð á netið. Með því að auðkenna sig á netið minnkar hætta á misnotkun þess, vinir notendans sjá staðsetningu hans á Facebook, notandanum er boðið að líka við Facebook síðu staðarins ásamt því að aukin samskipti á Facebook síðunni (check in og þátttaka) bætir stöðu hans hjá Facebook í nearby og leit.

Einnig má bæta við að lausnin aðlagar hraða netsins eftir því hversu margir eru á því og eftir því hvað verið er að gera. Þannig getur t.d. einn notandi sem er að horfa á háskerpu myndbönd ekki slökkt á netinu fyrir öðrum viðskiptavinum.

Ekki þarf að kaupa neina áskrift en við getum boðið upp á þessa þjónustu í mánaðarviðskiptum.

Þessi lausn bætir því ekki bara hag staðanna heldur gerir einnig fleiri notendum kleift að njóta netsins.

Við óskum Dillon og Chuck Norris Grill til hamingju með lausnina.

 

author avatar
svar2020