Uppfærslur á Swyx símstöðvum

January 6, 2016

Það er góður dagur til að uppfæra

Nýlega kom út uppfærsla á Swyx símkerfum sem eykur möguleika í notkun auk þess sem hún tryggir stöðugleika til framtíðar. Sérfræðingar Svars er nú á fullu við að uppfæra viðskiptavini okkar. Í einhverjum tilfellum munum við þurfa að uppfæra notendaútgáfu af símanum hjá viðskiptavinum en það er ávallt gert í samráði við viðeigandi.

Helstu kostir nýju útgáfunnar eru:

  • Samþætting við Skype for Business og Outlook 2016.
  • Stuðningur við Windows 10.
  • Jabra Direct stuðningur.
  • Útgáfa og stuðningur við Mac.
  • Snjallsímastuðningur
    • IOS útgáfan er komin, Android væntanleg í febrúar 2016.
  • Aukinn stöðugleiki.

Swyx og Svar mæla með að allir viðskiptavinir uppfæri í nýjustu útgáfu sem fyrst.