Svar er Top Cloud Partner 2015

November 30, 2015

Top of the world

Nú í október hlaut Svar verðlaun frá Swyx fyrir framúrskarandi árangur í skýjalausnum á samstarfsaðila ráðstefnu Swyx í London.

Verðlaunin eru mikil viðurkenning fyrir starf Svar en mikill vöxtur hefur verið í sölu á Swyx sem skýjalausn og þjónustum þeim tengdum.

Skýjalausn er nútímalausn á símkerfumfyrirtækja sem tryggir hámarksgæði þjónustunnar en lágmarksumsýslu fyrir þitt fyrirtæki. Sérfræðingar Svar sjá um rekstur og umsjón símkerfisins og ekki þarf að kaupa neinn miðlægan búnað. Ótal mögulegar útfærslur eru í boði, allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Fyrirtæki geta bætt við þjónustusamningi og þannig tryggt sér fastan fyrirsjánlega kostnað við allt er við kemur rekstri símkerfisins.

„Við erum gríðarlega ánægð með að hljóta þessi verðlaun sem endurspegla þann árangur sem við höfum náð í sölu á Swyx. 98% af viðskiptavinum okkar nota tölvusíma og farsíma sem samskiptatæki í mánaðarrekstri. Swyx styður þessa hugmyndafræði fullkomnlega með öflugri skýjalausn og ótal möguleikum  ásamt snjallforritum fyrir Android og iPhone. Nýji Swyx tengillinn fyrir Skype ásamt uppfærðum Mac síma mun bjóða viðskiptavinum okkar upp á fleiri og betri möguleika til framtíðar.“ segir Rúnar Sigurðsson framkvæmdastjóri Svar.