Lausnir morgundagsins

November 30, 2015

Hvað gerist á morgun?

Leystu vandamál snjall- og skýlausna á einfaldari hátt.

Mikið hefur verið rætt um „flóðbylgju breytinga“ um upplýsingatækni umhverfinu. Tal um skýlausnir, vöxt hreyfanlegs (e. Mobile) vinnuafls og internet hlutanna (IoT) eru stór hluti af umræðuefni fjölda ráðstefna en skapa á sama tíma ýmis vandamál innan upplýsingatækninnar. Ef staðið er á móti vexti í rekstri fyrirtækis þá er hægt að nýta sér þessar áskoranir sem forskot, sem nauðsynlegt er að skoða nánar. Á þessum tíma breytinga er nauðsynlegt, til að halda samkeppnisforskoti þurfa leiðandi fyrirtæki samþætta netlausn frá aðgangs lagi til gagnavers.

Hverjar eru þessar flóðbylgjubreytingar?

Skýjalausnir

Mannauðskerfi, CRM lausnir, tölvupóstur, samskipti, gagnageymslu, sölukerfi og fjöldi annara viðskiptalausna eru að færa sig yfir í einka ský sem og almennt ský. Þörfin fyrir að setja upp þessar þjónustur á netþjóna í tölvurými er ekki lengur til staðar. Einfalt er að skrá sig fyrir þeim eða setja þær upp á einu síðdegi. Í stað þess að skoða lausnir í nokkrar vikur þá þarftu eingöngu að eyða nokkrum dögum í að leysa úr smáatriðum og deila þjónustunni til notenda.

Snjalltækin allsstaðar

Snjalltæki og smáforrit gera afar einfalt fyrir alla að nálgast þjónustur í skýinu en það er einfaldasta leiðin til að útskýra afhverju snjallsímar og spjaldtölvur á vinnustað eru skynsamlegur kostur á vinnustað. Skýjalausnir skipta mestu máli þegar þau eru á snjalltæki og öfugt. Snjalltækin eru nánast ónothæf án skýjalausna sem eru tiltæk þegar notandinn þarf á þeim að halda.

Internet hlutanna (IoT)

Hér áður fyrr, þegar tölvur þóttu töff, var ein algengasta notkunin að prenta af skjánum á pappír. Það voru spennandi tímar þar sem má segja að prentarinn hafi verið IoT tæki þess tíma. Hraðspólum til tímans í dag og það er fjöldinn allur af tækjum sem tengjast netinu þráðlaust eða vírað. Má þar nefna öryggisskynjara, eftirlitsmyndavélar, prentarar, snjalltæki og svo má lengi telja.

Í stað hefðbundinnar tölvu, þá má segja að snjalltækið sér stýrieiningin sem á samskiptin við nýju IoT tækin og þeim er stýrt í gegnum skýið. Fyrirtæki og stjórnendur þurfa að opna hug sinn gagnvart skýlausnum og hvernig þau geta eflt notendur sína til að nýta sér tæknina svo að fjárfesting þeirra í IoT bregðist ekki.

Snjalllausnir í skýinu er framtíðin

Snjalllausnir í skýinu eru að leysa af hólmi eldra form netþjóns og útstöðvar. Þessi lausn hefur talsverðan tímasparnað og aukin einfaldleika á því hvernig viðskiptaforritum er dreift og notuð. Það kemur því ekki á óvart að sjá þessa spennu sem fylgir breytingum í upplýsingatækni umhverfi.

Þó snjalllausna umhverfið í skýinu hljómi vel á pappír þá eru áþreifanleg flækur sem fylgja því hvernig netkerfið er hannað og í raun má segja að þessa flóðbylgjur munu skapa ýmsum höfuðverk á því hvernig netkerfinu er stýrt og öryggi þess stjórnað.

Höfuðverkur netkerfa: Áskoranir í upplýsingatækni

Öryggi og aðgangsstýring

Þegar fyrirtæki meðtaka þessa byltingu sem það sem koma skal þá hverfa hugmyndir um fjaraðgang, útibú og mismunandi staðsetningar. Ef starfsmaður mætir með spjaldtölvur, tengist netkerfinu og skýlausnum fyrirtækisins þá er staðsetningin framlenging á hreyfanleika uppbyggingarinnar. Þessi hreyfanlega uppbygging verður að hafa sama öryggi og gæði á þjónustustefnunni sem er skilgreind fyrir skýjaforrit og snjalltæki – það er ekki hægt að bjóða upp á undantekningar. Hér áður fyrr þá skipti ekki máli hvernig nettenglum var dreift og stýrt á milli staða þar sem enginn var að bera borðtölvur á milli í bakpokum.

Frá öryggissjónarmiði flækjast hlutirnir þegar haft er í huga að snjalltæki fara á milli bygginga eða staða. Starfsmenn tengjast heitum netpunktum á kaffistöðum eða á 4G netkerfum þar sem enga stjórn er að hafa. Það sem gerist fyrir þessi tæki á meðan þau eru utan netkerfis fyrirtækisins er ráðgáta sem getur verið erfitt að leysa ef fyrirtækið hefur ekki einfalda leið til að bregðast við smituðum tækjum er tengjast netkerfi fyrirtækisins.

Bless bless nettenglar

Frá sjónarhorni netkerfisins þá er auðkenni notandans ekki lengur númer á nettenglinum. Í nýju sjónarhorni snjalltækjanna er notandinn meðal annars skilgreindur eftir hlutverki sínu, tækinu sem hann notar, forritum sem hann notar og hvar hann er staðsettur. Alla þessa hluti þarf að hafa í huga áður en notanda er hleyft inn á netkerfi fyrirtækisins.

Notandi getur verið gestur, starfssmaður, verktaki með starfsmenn úr mismunandi deildum sem allir tengjast sama þráðlausa merkinu. Hvert tæki sem tengist getur verið í persónulegri eigu eða í eigu fyrirtækis. Öll tækin þurfa ekki að vera með sama stýrikerfið né munu notendur þess óska eftir leyfi til að setja upp smáforrit. Hver veit hvort þeir séu að uppfæra tækin sín en þetta skapar algeran glundroða frá sjónarhorni upplýsingatækninnar.

Skilgreindu netkerfis notendur

Ný viðmið skapa nýjar reglur. Öll ný verkefni í hönnun netkerfa þurfa að hafa hreyfanleika (e. Mobility) í huga og allir innviðir sem bjóða upp á hreyfanleika þurfa að gera ráð fyrir nýjum notendum, #Genmobile, tæknisinnuðum notendum sem krefjast tengingar hvar sem er, hvenær sem er. Mælt er sterklega með að skilgreina hvernig notendur munu tengjast kerfinnu áður en hafist er handa við að hanna netkerfi. Sem dæmi má nefna sveitafélag þar sem starfsmenn skóla fara á milli bygginga með aðrar þarfir en nemendur. Á heilbrigðissviði þurfa starfsmenn að nálgast viðkvæmar heilbrigðisupplýsingar á snjalltækjum á meðan þeir vitja að sjúklingum á stofum á meðan fjölskylda og vinir sjúklings þurfa á stöðugu netsambandi á meðan heimsókn þeirra stendur. Í þessum og mörgum öðrum dæmum er væntingin sú að sama netkerfið þjóni öllum.

Læknaðu verkinn með hugbúnaðarbyggðu netkerfi

Hugbúnaðarbyggð netkerfi (e. Software define networking (HBN)) einfalda líf þitt á meðan þú kemur reglu á óreiðuna í netkerfi þínu.

Tengdu saman fjölda bygginga

Segjum sem að verið sé að setja upp IoT tæki á útibúum fyrirtækisins og ætlun er að tryggja alla nettengla sem þau tengjast með eftirliti á umferð og greiningu hennar. Það er skynsamt í dag þar sem flest IoT tæki í dag nota eigin staðla fyrir samskiptareglur sem býður upp á aukna áhættu. Með HBN stýringu í gagnaveri þínu þá er þessu eftirliti einfaldlega dreift með einum smelli til allra nettækjanna á stöðum fyrirtækisins. Að tryggja öryggi nettengla í útibúi þarf ekki að þýði langan tíma í handvirkri vinnu uppsetningu og uppfærslu svissa. Tími handvirkrar uppsetningar á aðgangspunktum og svissum er löngu liðin en nú er hægt að setja upp aðgangspunkta heima hjá starfsmönnum eða í útibúum án einhverrar vinnu á staðnum, þökk sé hugbúnaði í skýinu fyrir þessi tæki.